Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:25 Þúsundir bandarískra hermanna hafa staðið vaktina í Suður-Kóreu frá árinu 1953. Vísir/AFp Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58
Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00