Fjöldamótmælin í Armeníu halda áfram Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2018 09:07 Ungir mótmælendur tóku höndum saman til að loka götum í Jerevan í dag. Vísir/AFP Mótmælendur í Armeníu lokuðu götum í höfuðborginni Jerevan í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar náði ekki kjöri sem næsti forsætisráðherra á þingi í gær. Hann hafði hvatt mótmælendur til borgaralegrar óhlýðni. Lögregla reyndi að fá mótmælendur til að hleypa umferð aftur í gegn en beitti ekki valdi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir lokuðu meðal annars vegi sem liggur að alþjóðaflugvellinum í Jerevan. Mótmælin hófust fyrst þegar Sersj Sarksjan tilkynnti að hann falaðist eftir því að að verða forsætisráðherra. Sarksjan hefur verið forseti Armeníu í áratug en samkvæmt stjórnarskrá mátti hann ekki sitja lengur. Stjórnskipun landsins hafði þá einnig verið breytt þannig að að embætti forsætisráðherra yrði það valdamesta. Sarksjan sagði af sér í síðustu viku skömmu eftir að þingið hafði samþykkt hann sem forsætisráðherra. Í hans stað var lagt til að Níkol Pasjinjan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tæki við embættinu. Repúblikanaflokkur Sarksjan kom hins vegar í veg fyrir kjör hans í þinginu í gær. Mótmælin í Armeníu þykja minna um margt á þau sem skóku Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Líkt og Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hefur Sarksjan verið hallur undir stjórn Vladímírs Pútín í Rússlandi. Þá saka margir Armenar Sarksjan og stjórnarflokk hans um spillingu og vinhygli. Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Mótmælendur í Armeníu lokuðu götum í höfuðborginni Jerevan í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar náði ekki kjöri sem næsti forsætisráðherra á þingi í gær. Hann hafði hvatt mótmælendur til borgaralegrar óhlýðni. Lögregla reyndi að fá mótmælendur til að hleypa umferð aftur í gegn en beitti ekki valdi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir lokuðu meðal annars vegi sem liggur að alþjóðaflugvellinum í Jerevan. Mótmælin hófust fyrst þegar Sersj Sarksjan tilkynnti að hann falaðist eftir því að að verða forsætisráðherra. Sarksjan hefur verið forseti Armeníu í áratug en samkvæmt stjórnarskrá mátti hann ekki sitja lengur. Stjórnskipun landsins hafði þá einnig verið breytt þannig að að embætti forsætisráðherra yrði það valdamesta. Sarksjan sagði af sér í síðustu viku skömmu eftir að þingið hafði samþykkt hann sem forsætisráðherra. Í hans stað var lagt til að Níkol Pasjinjan, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tæki við embættinu. Repúblikanaflokkur Sarksjan kom hins vegar í veg fyrir kjör hans í þinginu í gær. Mótmælin í Armeníu þykja minna um margt á þau sem skóku Úkraínu veturinn 2013 til 2014. Líkt og Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hefur Sarksjan verið hallur undir stjórn Vladímírs Pútín í Rússlandi. Þá saka margir Armenar Sarksjan og stjórnarflokk hans um spillingu og vinhygli.
Armenía Tengdar fréttir Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00 Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17 Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00 Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Handtóku mótmælendur í stórum stíl Nærri 200 mótmælendur og þrír leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru handteknir í Armeníu í gær. 23. apríl 2018 06:00
Forsætisráðherra Armeníu segir af sér í skugga fjöldamótmæla Hann hefur verið sakaður um að hafa látið breyta stjórnarskrá til þess að geta setið áfram sem valdamesti embættismaður landsins. 23. apríl 2018 13:17
Þingið hafnaði Níkol Pasjinjan Níkol Pasjinjan, leiðtogi armensku stjórnarandstöðunar, náði ekki að tryggja sér nógu mörg atkvæði á þinginu í gær til þess að tryggja sér forsætisráðuneytið. 2. maí 2018 06:00
Karapetjan tekur við af Sargsjan Karen Karapetjan, fyrsti varaforsætisráðherra Armeníu, er nú starfandi forsætisráðherra eftir að Sersj Sargsjan sagði af sér í gær. 24. apríl 2018 06:00