Bretar vilja framlengt leyfi frá Íslendingum til gullleitar í SS Minden Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Gríðarleg auðæfi í gulli freista bresku fjársjóðsleitarmannanna. Andvirðið gæti numið yfir tíu milljörðum króna. Wikipedia Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Breska fyrirtækið Advanced Marine Services hefur óskað eftir því að fá framlengingu á leyfi sem fyrirtækið hafði frá Umhverfisstofnun á Íslandi til að rjúfa gat á þýska flutningaskipið SS Minden á hafsbotni djúpt undan landinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í fyrradag rann starfsleyfi AMS út 30. apríl. Fyrirtækið fékk leyfið hjá Umhverfisstofnun í október í fyrra til að skera gat á SS Minden og fjarlægja þaðan skáp sem er í póstherbergi þýska flutningaskipsins. Telur AMS að gull sé í skápnum. Miðað við stærð skápsins gæti hann rúmað gull sem væri að andvirði yfir tíu milljarða króna. Áhöfn SS Minden sökkti skipinu viljandi í september 1939 til að koma í veg fyrir að það félli í hendur breskra herskipa sem sóttu að Þjóðverjunum á upphafsdögum heimsstyrjaldarinnar síðari. Flakið er á yfir 2,2 kílómetra dýpi og því talsverð tæknileg áskorun að ná umræddum skáp upp á yfirborðið. Vegna mengunarhættu þurftu fjársjóðsleitarmenn leyfi Umhverfisstofnunar til að eiga við skipsskrokkinn. Það var veitt eftir langa meðferð hjá stofnuninni og var takmarkað við 72 klukkustundir á tímabilinu fram til 30. apríl á þessu ári. Útsendarar AMS fóru á staðinn yfir flakinu í nóvember í fyrra og hófu aðgerðir. Landhelgisgæslu Íslands barst hins vegar tilkynning, þegar leiðangursmenn höfðu notað liðlega helming þess tíma sem þeim var markaður, um að þeir myndu hverfa af vettvangi vegna veðurs. Engar fregnir bárust eftir það til íslenskra yfirvalda fyrr en nú í upphafi þessarar viku að AMS sótti um að leyfið yrði framlengt til 1. október á þessu ári. „Tekin verður afstaða til erindisins sem allra fyrst,“ segir Agnar Bragi Bragason, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um viku áður en AMS fékk starfsleyfið hér í fyrrahaust sagði Fréttablaðið frá því að þýska skipafélagið Hapag-Lloyd hefði sent Umhverfisstofnun bréf og lýst eignarhaldi á SS Minden og öllu sem í því er. „Við getum staðfest að Hapag-Lloyd AG skrifaði bréf til Umhverfisstofnunar Íslands og til AMS og lýsti áhuga sínum á flaki SS Minden og eign sinni á hverjum þeim verðmætum sem þar gætu endurheimst,“ sagði Nils Haupt hjá þýska félaginu í svari til Fréttablaðsins. AMS hefur sagst munu koma því sem finnst í hendur yfirvalda í Bretlandi sem muni skera úr um eignarhaldið samkvæmt þarlendum lögum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjársjóðsleyfið rann út í gær 1. maí 2018 06:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Sjá meira
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Gullleiðangursmenn hafa sveimað yfir flaki Minden frá því á mánudag Leitarskip á vegum breska fyrirtækisins Advanced Marine Services hefur frá því á mánudag að minnsta kosti verið á þeim stað þar sem flak þýska flutningaskipsins SS Minden er að finna á hafsbotni um 120 sjómílur suðsuðaustur af Ingólfshöfða. 22. nóvember 2017 07:00