Tapið gerði það að verkum að Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið en liðin gerðu 1-1 í fyrri leiknum. Samtals 2-1 fyrir Atletico og Wenger kveður með engum titli.
Í hinum leiknum gerði Salzburg allt sem þeir gátu til þess að slá Marseille úr keppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-0. Salzburg komst í 2-0 og framlengja þurfti leikinn.
Marseille náði hins vegar að skora í framlengingunni, fjórum mínútum fyrir leikslok, og er þar af leiðandi komið í úrslitaleikinn gegn Atletico.
Mörkin og allt það helsta úr leik Arsenal og Atletico má sjá hér að ofan en allt það helsta úr spennuleik Salzburg og Marseille hér neðar.