Hjarta Miðflokksins slær öflugt á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Miðflokkurinn fær fljúgandi start á Akureyri í skoðanakönnun. Vísir/ernir Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir það liggja beinast við að ræða við L-lista um myndun nýs meirihluta að loknum kosningum ef úrslitin verða í líkingu við niðurstöðu könnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is á fylgi flokkanna í bænum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er afar ánægður með að Miðflokkurinn mælist með mann inni þrátt fyrir að flokkurinn hafi ekki tilkynnt framboðslista. Könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn með fjóra fulltrúa og L-lista með tvo. Miðflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Píratar og Vinstri græn fá síðan öll einn fulltrúa hver. „Þetta var afar ánægjulegt að sjá að við mælumst með mann inni á Akureyri og höfum ekki enn farið af stað í kosningabaráttu og gefur okkur byr undir báða vængi,“ segir Sigmundur. „Við munum kynna lista með pompi og prakt um helgina og hefja kosningabaráttuna.“Sjá einnig: Miklar breytingar í vændum á AkureyriGunnar Gíslason fræðslustjóri AkureyriSigmundur segir Akureyri skipa stóran sess í Miðflokknum og að bærinn sé eitt höfuðvígi flokksins á landsvísu. „Ég bjó þarna í íbúð sem verið er að gera upp og mun líklega flytjast þangað aftur eftir lagfæringar. Einnig var eitt af fyrstu félögunum stofnað á Akureyri og mikið starf unnið þar. Því er þetta sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur,“ bætir Sigmundur Davíð við. Verði þetta niðurstaða kosninganna geta L-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndað meirihluta og er þetta eini möguleikinn á tveggja flokka meirihluta. Gunnari Gíslasyni þykir það ákjósanlegast í stöðunni. „Þetta er jákvæð skoðanakönnun og blæs okkur eldmóð í brjóst. Ég tel ákjósanlegast að reyna að mynda fyrst tveggja flokka meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja það til að ég verði bæjarstjóri í slíkum meirihluta.“ Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, er afar ánægð með það að flokkur hennar mælist með rúmlega 20 prósenta fylgi. „Þetta er það sem við ætlum okkur í kosningunum. Þetta er auðvitað bara skoðanakönnun en við erum afar ánægð með þetta,“ segir Halla. Hún vill ekki gefa út hvernig myndun meirihluta verður háttað og vill bíða úrslita kosninganna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent