Sjálfstæðismenn freista þess að ná meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð Sveinn Arnarsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn í Árborg, samkvæmt nýrri könnun. Helstu kosningamálin eru miðbæjarskipulag og svo frárennslismál. Vísir/pjetur Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihluta sinn í Árborg ef kosið væri nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 30 prósent. Hann er þó langstærsti flokkurinn í sveitarfélaginu. Miðflokkurinn og VG yrðu næstir Sjálfstæðisflokknum, Miðflokkurinn með tæplega 14 prósenta fylgi en VG með rúmlega 13 prósent. Samfylkingin fengi svo rúmlega 12 prósent, Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi tæplega tólf prósent og Framsókn og óháðir fengju rúm 8 prósent. Öll fyrrgreind stjórnmálaöfl hafa tilkynnt framboð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí næstkomandi. Svarendur Fréttablaðsins nefna hins vegar einnig fjölmörg önnur framboð sem þeir gætu hugsað sér að kjósa og fengju þau samanlagt rúmlega ellefu prósenta fylgi.Fengi Sjálfstæðisflokkurinn 30 prósent greiddra atkvæða myndi það skila honum fjórum bæjarfulltrúum af níu í bæjarstjórn. Miðflokkurinn, VG, Samfylkingin og Framsókn og óháðir myndu fá einn mann hver. Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Viðreisnar og Pírata, myndi líka fá einn mann. Það yrði talsvert breytt staða frá kosningunum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk kjörna fimm menn og hreinan meirihluta. Samfylkingin fékk tvo menn kjörna, Framsókn fékk einn mann og Björt framtíð einn mann. VG fékk ekki kjörinn fulltrúa í kosningunum 2014 og því kæmi fulltrúi flokksins nýr inn í sveitarstjórnina núna, eins og fulltrúi Miðflokksins. Miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál sveitarfélagsins munu verða í brennidepli í komandi kosningabaráttu Miðbæjarskipulagstillagan í Árborg hefur valdið miklum titringi í bænum. Ljóst þykir að málefni miðbæjarins verði fyrirferðamikil í komandi kosningabaráttu.Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins, situr í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og leggur störf meirihlutans glöð í dóm kjósenda. „Það hefur gengið afar vel í Árborg á þessu kjörtímabili. Hvert sem litið er yfir sviðið eru jákvæð merki. Það hefur aldrei verið jafn mikið byggt og á þessu kjörtímabili og aldrei hafa fleiri flutt til sveitarfélagsins. Umsvifin hafa því aldrei verið jafn mikil og einmitt núna. Á sama tíma hefur gengið vel í rekstri sveitarfélagsins og skuldir lækkað hratt. Ég er því mjög ánægð með störf okkar og það er blómlegt í Árborg,“ segir Ásta. „Á sama tíma höfum við bætt þjónustuna, sér í lagi við börn og eldri borgara.“ Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, er á öndverðum meiði. Hann segir stjórnsýslu bæjarins við gerð miðbæjarskipulags ekki upp á marga fiska og segir tímabært að skipta um meirihluta í Árborg. „Mikilvægasta verkefnið er að koma meirihluta Sjálfstæðisflokksins frá völdum. Á tyllidögum stærir flokkurinn sig af því að vilja lækka skatta en raunin er í Árborg að skattar og álögur á bæjarbúa hækka með hverju árinu. Því þarf að laga þau mál. Einnig þarf að gera gangskör í fráveitumálum,“ segir Tómas. Oddviti Framsóknarmanna, Helgi S. Haraldsson, tekur í sama streng og Tómas þegar kemur að fráveitumálum. „Við viljum ekki dæla skólpi í Ölfusá. Við þurfum að ganga alla leið, hreinsa skólp og dæla því svo út í sjó. Fráveitumálin munu skipta miklu máli í komandi kosningum,“ segir Helgi. Sigurjón Guðmundsson, oddviti framboðsins Áfram Árborg, vill einnig leggja áherslu á dagvistunarmál. „Við þurfum að samrýma dagvistun við þarfir íbúa og atvinnulífs, lengja leikskólatímann sem foreldrum stendur til boða og gera kerfið sveigjanlegra. Einnig eru leikskólagjöld með því hæsta sem gerist og það þurfum við að bæta,“ segir Sigurjón. Eggert Valur Guðmundsson hjá Samfylkingu segir miðbæjarskipulagið verða fyrirferðarmikið í baráttunni. „Við erum á móti skipulaginu og höfum verið það frá upphafi. Við lögðum til formlega að leyfa íbúum að kjósa um málið en það var fellt af meirihlutanum og Framsókn. Einnig þurfum við að huga að innviðum bæjarins því fólksfjölgunin er hröð í Árborg og við þurfum að tryggja þjónustu við bæjarbúa.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihluta sinn í Árborg ef kosið væri nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 30 prósent. Hann er þó langstærsti flokkurinn í sveitarfélaginu. Miðflokkurinn og VG yrðu næstir Sjálfstæðisflokknum, Miðflokkurinn með tæplega 14 prósenta fylgi en VG með rúmlega 13 prósent. Samfylkingin fengi svo rúmlega 12 prósent, Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi tæplega tólf prósent og Framsókn og óháðir fengju rúm 8 prósent. Öll fyrrgreind stjórnmálaöfl hafa tilkynnt framboð í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí næstkomandi. Svarendur Fréttablaðsins nefna hins vegar einnig fjölmörg önnur framboð sem þeir gætu hugsað sér að kjósa og fengju þau samanlagt rúmlega ellefu prósenta fylgi.Fengi Sjálfstæðisflokkurinn 30 prósent greiddra atkvæða myndi það skila honum fjórum bæjarfulltrúum af níu í bæjarstjórn. Miðflokkurinn, VG, Samfylkingin og Framsókn og óháðir myndu fá einn mann hver. Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Viðreisnar og Pírata, myndi líka fá einn mann. Það yrði talsvert breytt staða frá kosningunum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk kjörna fimm menn og hreinan meirihluta. Samfylkingin fékk tvo menn kjörna, Framsókn fékk einn mann og Björt framtíð einn mann. VG fékk ekki kjörinn fulltrúa í kosningunum 2014 og því kæmi fulltrúi flokksins nýr inn í sveitarstjórnina núna, eins og fulltrúi Miðflokksins. Miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál sveitarfélagsins munu verða í brennidepli í komandi kosningabaráttu Miðbæjarskipulagstillagan í Árborg hefur valdið miklum titringi í bænum. Ljóst þykir að málefni miðbæjarins verði fyrirferðamikil í komandi kosningabaráttu.Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins, situr í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og leggur störf meirihlutans glöð í dóm kjósenda. „Það hefur gengið afar vel í Árborg á þessu kjörtímabili. Hvert sem litið er yfir sviðið eru jákvæð merki. Það hefur aldrei verið jafn mikið byggt og á þessu kjörtímabili og aldrei hafa fleiri flutt til sveitarfélagsins. Umsvifin hafa því aldrei verið jafn mikil og einmitt núna. Á sama tíma hefur gengið vel í rekstri sveitarfélagsins og skuldir lækkað hratt. Ég er því mjög ánægð með störf okkar og það er blómlegt í Árborg,“ segir Ásta. „Á sama tíma höfum við bætt þjónustuna, sér í lagi við börn og eldri borgara.“ Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, er á öndverðum meiði. Hann segir stjórnsýslu bæjarins við gerð miðbæjarskipulags ekki upp á marga fiska og segir tímabært að skipta um meirihluta í Árborg. „Mikilvægasta verkefnið er að koma meirihluta Sjálfstæðisflokksins frá völdum. Á tyllidögum stærir flokkurinn sig af því að vilja lækka skatta en raunin er í Árborg að skattar og álögur á bæjarbúa hækka með hverju árinu. Því þarf að laga þau mál. Einnig þarf að gera gangskör í fráveitumálum,“ segir Tómas. Oddviti Framsóknarmanna, Helgi S. Haraldsson, tekur í sama streng og Tómas þegar kemur að fráveitumálum. „Við viljum ekki dæla skólpi í Ölfusá. Við þurfum að ganga alla leið, hreinsa skólp og dæla því svo út í sjó. Fráveitumálin munu skipta miklu máli í komandi kosningum,“ segir Helgi. Sigurjón Guðmundsson, oddviti framboðsins Áfram Árborg, vill einnig leggja áherslu á dagvistunarmál. „Við þurfum að samrýma dagvistun við þarfir íbúa og atvinnulífs, lengja leikskólatímann sem foreldrum stendur til boða og gera kerfið sveigjanlegra. Einnig eru leikskólagjöld með því hæsta sem gerist og það þurfum við að bæta,“ segir Sigurjón. Eggert Valur Guðmundsson hjá Samfylkingu segir miðbæjarskipulagið verða fyrirferðarmikið í baráttunni. „Við erum á móti skipulaginu og höfum verið það frá upphafi. Við lögðum til formlega að leyfa íbúum að kjósa um málið en það var fellt af meirihlutanum og Framsókn. Einnig þurfum við að huga að innviðum bæjarins því fólksfjölgunin er hröð í Árborg og við þurfum að tryggja þjónustu við bæjarbúa.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent