Engin bókmenntaverðlaun Nóbels í ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 07:29 Þúsundir Svía mótmæltu á götum úti eftir að upp komst um hneykslið í Nóbelsnefndinni. Vísir/Epa Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður. Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Tekin hefur verið ákvörðun um að veita ekki Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir í ár. Þess í stað verða tveir höfundar verðlaunaðir á næsta ári. Þetta er niðurstaða Sænsku akademíunnar sem fundaði í dag. Það hefur ekki blásið byrlega um nefndina á síðustu misserum en greint var frá því um miðjan aprílmánuð að aðalritari hennar hafi hætt störfum. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Akademían, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu en eiginmaðurinn sem um ræðir, Jean-Claude Arnault, var mikill áhrifamaður í sænsku bókmenntalífi. Eftir að málið kom upp hættu þrír meðlima akademíunnar eftir að nefndin kaus gegn því að víkja Katarinu Frostenson, eiginkonu Arnaults úr nefndinni. Í kjölfarið sagði síðan aðaritari akademíunnar, Sara Danius, af sér og þá hætti Katarina Frostenson einnig Málið er sagt hafa alvarleg áhrif á störf nefndarinnar, svo alvarleg að hún treystir sér ekki til að veita bókmenntaverðlaunin í ár eins og greint er frá á vef Aftonbladet.Sjá einnig: Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættirÍ fréttatilkynningu frá nefndinni segir að hún meti það sem svo að hún sé rúin trausti. Nefndin þurfi að nýta næstu mánuði til að ná vopnum sínum og ekki síst auka tiltrú heimsbyggðarinnar á starfi nefndarinnar. Haft er eftir starfandi aðalritara nefndarinnar, Anders Olsson, að þessi ákvörðun sé ekki síst tekin með heiður verðandi handhafa í huga. Afar sjaldgæft er að verðlaunin falli niður en það gerðist sex sinnum á meðan heimstyrjaldirnar geisuðu, og árið 1935, þegar nefndin gat ekki komið sér saman um sigurvegara. Í tilkynningu Sænsku akademíunnar segir jafnframt að unnið sé nú að breytingum á nefndinni, ekki síst á reglum sem lúta að skipunartíma meðlima nefndarinnar. Þeir hafa til þessa verið skipaðir ævilangt. Deilurnar innan akademíunnar hafa aðeins áhrif á bókmenntaverðlaunin, önnur nóbelsverðlaun verða veitt eftir sem áður, enda er það í höndum annnara hópa og nefnda að velja þau. Kazuo Ishiguro hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra og tónlistarmaðurinn Bob Dylan árið áður.
Norðurlönd Nóbelsverðlaun Tengdar fréttir Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. 13. apríl 2018 00:02