Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 5. maí 2018 07:00 Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar að hafa brotið lög. Fréttablaðið/Anton Brink Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57