Veit af áhuga erlendis en mun ekki stökkva hvert sem er Kristinn Páll skrifar 5. maí 2018 09:00 Lið ársins í Dominos-deild kvenna. vísir/vilhelm Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir var valin besti leikmaður Domino’s-deildar kvenna í fimmta sinn í gær. Helena hefur heyrt af áhuga erlendra liða en segir að það þurfi að henta henni og fjölskyldunni vel ef hún eigi að skoða það nánar. Aðstæður hafa breyst hjá Helenu eftir að fjölskyldan stækkaði á síðasta ári. Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona úr Haukum, var í gær valin besti leikmaður tímabilsins í Domino’s-deild kvenna í fimmta sinn á ferlinum, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa verið valin best í úrslitakeppninni. Er þetta í fimmta sinn á ferlinum sem Helena er valin best en aðeins Anna María Sveinsdóttir hefur hlotið þessa nafnbót oftar. Haukar unnu Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í kvennaflokki á dögunum eftir sigur í oddaleik gegn Val en þetta er þriðji meistaratitill Helenu. Var hún hreint út sagt stórkostleg í einvíginu gegn Val en hún var með þrefalda tvennu að meðaltali í leikjunum fimm, 20,2 stig, 12,2 fráköst og 10,8 stoðsendingar.Fimmti gullboltinn Helenu tókst, ólíkt því sem var fyrir tveimur árum, að ljúka tímabilinu með sigri í úrslitaeinvígi Domino’sdeildarinnar. Hún var skiljanlega í skýjunum með að klára tímabilið af krafti og að taka á móti verðlaununum sem Íslandsmeistari í ár. „Það er alltaf frábært að fá svona viðurkenningar á spilamennskunni hjá manni, þetta er búin að vera frábær vika og endar vel,“ segir Helena sem viðurkennir þó að það hafi verið sérstakt að fagna Íslandsmeistaratitlinum í ljósi þess að systir hennar, Guðbjörg, var í liði andstæðinganna. „Það var auðvitað erfitt og ég fann til með henni því ég vil að hún nái alltaf sem bestum árangri en það var víst ekki hægt þegar við kepptum hvor á móti annarri svo vonandi kemur að henni seinna.“ Helena skrapp í atvinnumennsku í stuttan tíma en sneri aftur í Haukaliðið og leiddi liðið til sigurs. „Þetta var svolítið skrýtið, að fara og spila með öðru liði inn á milli var nýtt en þegar ég lít til baka hjálpaði það mér þegar ég kom til baka til Haukanna. Þá kem ég aftur í frábæran hóp, ég hef þekkt margar af þessum stelpum síðan þær voru litlar og það var frábært að vinna þann stóra með þeim.“Skoðum það ef tilboðið er rétt Helena segir að það sé erfitt að segja til um hvort hún verði áfram á Íslandi á næsta tímabili. Hún sé komin með fjölskyldu og þau þurfi að taka sameiginlega ákvörðun. „Þegar þú ert komin með lítið barn eru breyttar forsendur, ég get ekki leyft mér að stökkva á hvað sem er. Ég er ekki búin að loka á neitt og ef eitthvað spennandi kemur upp munum við skoða það,“ segir Helena sem hefur heyrt af áhuga hjá umboðsmanni sínum. „Ég heyrði af áhuga, bæði fyrir og á meðan á úrslitakeppninni stóð. Tímabilin eru að klárast í Evrópu og liðin eru farin að skoða málin fyrir næsta tímabil en umboðsmaðurinn minn þekkir mig vel og er ekkert að segja mér frá einhverju sem uppfyllir ekki það sem ég þarf,“ segir Helena og bætir við: „Hann veit alveg hvar við stöndum en ég fer ekki ein út. Við fjölskyldan erum einn pakki og förum þá út saman en eins og staðan er í dag finnst mér líklegast að við verðum áfram í Haukum,“ segir Helena en maður hennar, Finnur Atli Magnússon, leikur fyrir Hauka í Domino’s-deild karla. „Gott dæmi er þegar ég fór til Good Angels í janúar, ég þekkti klúbbinn og að hverju ég gengi, ég er ekki að segja að ég sé bara að horfa á Slóvakíu en ég vil vita að ég sé að fara í gott og öruggt umhverfi,“ segir Helena.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum