Hjörtur Hermannsson sat allan leikinn á varamannbekk Bröndby í jafntefli liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í dag.
Fyrir leikinn var Bröndby með öruggt forskot á toppi deildarinnar á meðan Kaupmannahöfn var í fjórða sæti.
Það var Bröndby sem byrjaði leikinn af miklum krafti og náði forystunni strax á annari mínútu með marki frá Kamil Wilczek.
Sú forysta náði þó ekki að endast úr hálfleikinn því á 43. mínútu jafnaði Pieros Sotiriou metin fyrir Kaupamannahöfn og því jafnt í hálfleik.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í þessum leik og er Bröndby á góðri leið með að tryggja sér sér titilinn en þeir eru með 79 stig á toppnum, sex stigum á undan Midtjylland sem á þó leik til góða.

