Með húfu og vettlinga í ræktinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2018 20:00 Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita.Af hverju ertu í öllum þessum fötum á hlaupabrettinu? „Ég er að æfa fyrir heitt hlaup sem ég er fara í og þetta er fín leið til þess," segir hlauparinn Guðni Páll Pálsson.Í hverju ertu þá? „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga." Heita hlaupið er heimsmeistaramót í utanvegahlaupum. Leiðin er 85 kílómetrar með fimm þúsund metra hæðaraukninginu í fjalli við borgina Castéllon á Spáni. Hópurinn sem telur átta Íslendinga heldur út á þriðjudag og keppnin er laugardaginn 12. maí. Þau vonast til að geta skoðað aðstæður við komuna. „Við vitum ekkert hvernig leiðin er; Hversu erfið hún er. Hún verður erfið en hversu tæknileg og hversu erfið kemur í ljós," segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er einnig er á leið til Spánar.Hér er leiðin teiknuð upp með hækkunum.Elísabet og Guðni hafa bæði hafa reynslu af fjallahlaupum og segist Guðni áður hafa lent í vandræðum með hitann. Þess vegna leggi hann áherslu á þessar æfingar. „Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," segir Guðni léttur. Markmið þeirra eru að vera um tíu til ellefu tíma á leiðinni. Vegalengdin hræðir þau ekki. „Ég fór í mitt fyrsta 100 kílómetra hlaup árið 2011 þannig þessi vegalengd núna, 85 kílómetrar, finnst mér mjög skemmtileg," segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með hópnum frá Íslandi á Facebook-síðu þeirra og hér má nálgast upplýsingar um hlaupið. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita.Af hverju ertu í öllum þessum fötum á hlaupabrettinu? „Ég er að æfa fyrir heitt hlaup sem ég er fara í og þetta er fín leið til þess," segir hlauparinn Guðni Páll Pálsson.Í hverju ertu þá? „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga." Heita hlaupið er heimsmeistaramót í utanvegahlaupum. Leiðin er 85 kílómetrar með fimm þúsund metra hæðaraukninginu í fjalli við borgina Castéllon á Spáni. Hópurinn sem telur átta Íslendinga heldur út á þriðjudag og keppnin er laugardaginn 12. maí. Þau vonast til að geta skoðað aðstæður við komuna. „Við vitum ekkert hvernig leiðin er; Hversu erfið hún er. Hún verður erfið en hversu tæknileg og hversu erfið kemur í ljós," segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er einnig er á leið til Spánar.Hér er leiðin teiknuð upp með hækkunum.Elísabet og Guðni hafa bæði hafa reynslu af fjallahlaupum og segist Guðni áður hafa lent í vandræðum með hitann. Þess vegna leggi hann áherslu á þessar æfingar. „Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," segir Guðni léttur. Markmið þeirra eru að vera um tíu til ellefu tíma á leiðinni. Vegalengdin hræðir þau ekki. „Ég fór í mitt fyrsta 100 kílómetra hlaup árið 2011 þannig þessi vegalengd núna, 85 kílómetrar, finnst mér mjög skemmtileg," segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með hópnum frá Íslandi á Facebook-síðu þeirra og hér má nálgast upplýsingar um hlaupið.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira