Bæta öryggi RIB-báta með breyttum reglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. maí 2018 06:00 RIB-bátur, eða harðskeljabátur. Vísir/Óskar Friðriksson Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Breyta á reglum um útgerð svokallaðra RIB-báta. Með því er brugðist við athugasemdum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna slysa í slíkum bátum. Fyrir stuttu skilaði RNSA skýrslum vegna tveggja slíkra slysa. Niðurstaðan var sú sama og undanfarin ár, að bátunum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður. Í flestum tilfellum sem RNSA hefur skoðað hefur bátunum verið siglt á nokkurri ferð, þeir lyfst upp vegna öldugangs og skollið niður af nokkrum þunga. Minnst ellefu farþegar, í átta skráðum slysum, hafa hlotið af meiðsli á baki eða hálsi. Í einhverjum tilfellum hefur hryggjarliður fallið saman eða bein brotnað. Í skýrslu síðasta haust gerði RNSA tillögu í öryggissátt, þess efnis að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið myndi setja reglur um slíka báta til að tryggja öryggi farþega. Var meðal annars stungið upp á því að í bátana yrðu sett fjaðrandi sæti sem myndu taka á sig mesta höggið. Ráðuneytið óskaði í kjölfarið umsagnar Samgöngustofu um efnið og barst hún ráðuneytinu í október síðastliðnum. Samgöngustofa tók undir sjónarmið RNSA en taldi ekki fært að gera tillögu um reglu um fjaðrandi sæti þar sem bátarnir sem um ræðir væri flestir CE-merktir skemmtibátar. „Í staðinn lagði Samgöngustofa til að bregðast mætti við skýrslum [RNSA] með því að útfæra kröfur um að útgerðir RIB-báta framkvæmdu áhættumöt sem tæki til siglinga í mismunandi aðstæðum, sem þá fæli í sér að við tilteknar aðstæður væri siglt hægar,“ segir í bréfi ráðuneytisins til RNSA fyrir skemmstu. Ráðuneytið fól Samgöngustofu að útfæra slíkar reglur. „Samgöngustofa hefur gert drög að reglugerðarbreytingu um farþegabáta og sent hana áfram til ráðuneytisins. Þær tillögur verða innan skamms lagðar fyrir Siglingaráð og fyrir almenning til kynningar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Í reglugerðardrögunum felst að útgerðir geri ráð fyrir ráðstöfunum til að tryggja öryggi farþega í áætlunum um starfrækslu bátanna. Þær ráðstafanir koma til með að fela í sér að gera frekari kröfu á að siglingaleiðir taki mið af aðstæðum auk ýmissa annarra ráðstafana. „Afþreyingariðnaði í siglingum hefur vaxið fiskur um hrygg með auknum straumi ferðafólks hingað til lands og umhverfið hefur verið að laga sig að þeim breytingum. Sú vinna tekur tíma en hefur verið í gangi. Því miður er það oft þannig að eitthvað þarf að koma upp svo að umgjörðin taki breytingum,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00 Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00 Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Kæra skipstjóra fyrir of marga farþega um borð Skipstjórar og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækis á Húsavík hafa verið ákærðir fyrir að ferðast með of marga farþega. Kæran byggð á misskilningi, segir lögmaður fyrirtækisins. 14. apríl 2016 06:00
Engar forsendur til að leyfa fleiri farþega Samgöngustofa segir engar forsendur til að rýmka reglur um fjölda farþega um borð í Rib-slöngubátum þar sem þeir eru ekki nægilega öruggir. 29. júlí 2013 08:00
Fjaðrandi sæti og reglusetning forði frekari hryggjarbrotum Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) leggur til að innanríkisráðuneytið setji reglur sem tryggi öryggi farþega um borð í svokölluðum RIB-slöngubátum. 4. september 2017 06:00
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent