Day tók gullið á Wells Fargo | Tiger kláraði hringina fjóra Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2018 08:00 Day kastar pútternum á loft á lokahringnum í dag. vísir/afp Jason Day kom, sá og sigraði á Wells Fargo meistaramótinu sem fór fram um helgina en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Tiger Woods var með um helgina og spilaði ágætlega. Day spilaði mjög jafnt golf alla helgina. Hann spilaði fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari en næstu tvo spilaði hann á fjórum höggum undir pari svo hann var á tíu höggum undir pari fyrir lokahringinn í gær. Day kláraði þetta með sæmd en hann spilaði á tveimur höggum undir í gær og samtals hringina fjóra á tólf undir. Hann var í hörkubaráttu við Johnson Wagner framan af móti en Wagner spilaði afar illa í gær og endaði í þrettánda sæti. Í öðru sætinu voru Bandaríkjamennirnir Aaron Wise og Nick Watney tveimur höggum á eftir Day en hinn skemmtilegi Phil Mickelson átti gott mót. Hann endaði í fimmta sætinu, þremur höggum á eftir Day. Tiger Woods var á meal þátttakenda á mótinu en hann endaði í 55. sæti. Tiger spilaði fyrsta hringinn á pari en hring tvö spilaði hann á tveimur höggum yfir pari áður en hann spilaði mjög vel á þriðja hring er hann spilaði á þremur undir. Hringina fjóra spilaði hann samtals á tveimur yfir pari. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jason Day kom, sá og sigraði á Wells Fargo meistaramótinu sem fór fram um helgina en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Tiger Woods var með um helgina og spilaði ágætlega. Day spilaði mjög jafnt golf alla helgina. Hann spilaði fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari en næstu tvo spilaði hann á fjórum höggum undir pari svo hann var á tíu höggum undir pari fyrir lokahringinn í gær. Day kláraði þetta með sæmd en hann spilaði á tveimur höggum undir í gær og samtals hringina fjóra á tólf undir. Hann var í hörkubaráttu við Johnson Wagner framan af móti en Wagner spilaði afar illa í gær og endaði í þrettánda sæti. Í öðru sætinu voru Bandaríkjamennirnir Aaron Wise og Nick Watney tveimur höggum á eftir Day en hinn skemmtilegi Phil Mickelson átti gott mót. Hann endaði í fimmta sætinu, þremur höggum á eftir Day. Tiger Woods var á meal þátttakenda á mótinu en hann endaði í 55. sæti. Tiger spilaði fyrsta hringinn á pari en hring tvö spilaði hann á tveimur höggum yfir pari áður en hann spilaði mjög vel á þriðja hring er hann spilaði á þremur undir. Hringina fjóra spilaði hann samtals á tveimur yfir pari.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira