Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 08:53 Dýralæknar þurfa að geta tjáð sig á íslensku. Vísir/Stefán Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanni Alþingis, sem birtist á vef embættisins í morgun. Forsaga málsins er sú að Dýralæknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir því að Matvælastofnun hefði um skeið ráðið til starfa dýralækna í eftirlitsstörf sem ekki hefðu vald á íslensku og þær skýrslur og athugasemdir sem þeir hefðu beint til eftirlitsskylda aðila hefðu verið á ensku. Fram kemur í álitinu að Dýralæknafélagið hafi vísað til þess í kvörtun sinni að í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr væri gerð krafa um að dýralæknar sem störfuðu í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Umboðsmaður féllst á þessi sjónarmið og og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að gera ráðstafanir til að starfshættir Matvælastofnunar yrðu framvegis í samræmi við lagaákvæði sem gera kröfu um kunnáttu dýralækna í íslensku - sem og þá kröfu laga að íslenska væri mál stjórnsýslunnar hér á landi. Embættið féllst hins vegar ekki á þau sjónarmið stofnunarinnar og ráðuneytisins að um neyðarráðstöfun hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið kostur á að ráða dýralækna sem hefðu vald á íslensku. „Umboðsmaður tók fram að þar sem stjórnvöld hefðu ekki í málinu vísað til reglna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði athugun hans ekki beinst að hugsanlegri þýðingu þeirra við ráðningu umræddra starfsmanna,“ segir jafnframt í álitinu sem nálgast má með því að smella hér. Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira
Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanni Alþingis, sem birtist á vef embættisins í morgun. Forsaga málsins er sú að Dýralæknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir því að Matvælastofnun hefði um skeið ráðið til starfa dýralækna í eftirlitsstörf sem ekki hefðu vald á íslensku og þær skýrslur og athugasemdir sem þeir hefðu beint til eftirlitsskylda aðila hefðu verið á ensku. Fram kemur í álitinu að Dýralæknafélagið hafi vísað til þess í kvörtun sinni að í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr væri gerð krafa um að dýralæknar sem störfuðu í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Umboðsmaður féllst á þessi sjónarmið og og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að gera ráðstafanir til að starfshættir Matvælastofnunar yrðu framvegis í samræmi við lagaákvæði sem gera kröfu um kunnáttu dýralækna í íslensku - sem og þá kröfu laga að íslenska væri mál stjórnsýslunnar hér á landi. Embættið féllst hins vegar ekki á þau sjónarmið stofnunarinnar og ráðuneytisins að um neyðarráðstöfun hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið kostur á að ráða dýralækna sem hefðu vald á íslensku. „Umboðsmaður tók fram að þar sem stjórnvöld hefðu ekki í málinu vísað til reglna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði athugun hans ekki beinst að hugsanlegri þýðingu þeirra við ráðningu umræddra starfsmanna,“ segir jafnframt í álitinu sem nálgast má með því að smella hér.
Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Sjá meira