38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2018 12:00 Pelé var magnaður í Svíþjóð. vísir/getty Allir þekkja Pelé, einn besta, og að sumra mati, besta fótboltamann sögunnar. Pelé varð þrívegis heimsmeistari á glæstum ferli en hann mætti með látum til leiks á HM í Svíþjóð árið 1958. Vicente Feola, þáverandi þjálfari liðsins, ákvað að veðja á þennan 17 ára gamla strák sem hafði þreytt frumraun sína með landsliðinu ári áður. Sextán þjóðir frá þremur álfum tóku þátt á HM í Svíþjóð sem var ansi vel heppnað mót. Þarna var ekki styrkleikaraðað heldur var vestur-evrópskur pottur, austur-evrópskur, breskur og Ameríkupottur. Brassarnir drógust í nokkuð strembinn riðill með Sovétmönnum, Englandi og Austurríki en tvö efstu lið hvers riðils komust áfram.Pelé skorar á móti Frakklandi.vísir/gettyByrjaði á bekknum Pelé byrjaði á varamannabekknum fyrstu tvo leikina. Brassarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að rúlla yfir Austurríki, 3-0, í fyrsta leik en gerðu svo markalaust jafntefli við Englendinga í öðrum leik. Pelé kom inn í byrjunarliðið fyrir þriðja leikinn sem Brassarnir unnu, 3-0, en Vavá skoraði bæði mörkin og brasilíska liðið komið í átta liða úrslitin nokkuð auðveldlega. Frammistaða Pelé var mögnuð og var ekki annað hægt en að setja hann í byrjunarliðið fyrir átta liða úrslitin. Drengurinn ungi, sem var ekki nema 17 ára gamall, þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitum. Brassarnir nálguðust nú þarna annan heimsmeistaratitilinn en frábært lið Frakka með Just Fontaine í fararbroddi stóð í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. Frakkarnir höfðu pakkað saman Norður-Írlandi í átta liða úrslitum, 4-0, og voru líklegir til afreka á móti. Þeir voru með eitt besta liðið og þurfti brasilíska liðið nú á stórleik að halda.Brassar með bikarinn.vísir/gettyMetaregn Til að gera langa sögu stutta fóru Brassarnir á kostum á móti Frakklandi og á móti Svíþjóð í úrslitaleiknum. Pelé skoraði þrennu í 5-2 sigri á Frakklandi í undanúrslitum og vissi heimsbyggðin endanlega að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Pelé skoraði svo tvö mörk í 5-2 sigri á Svíþjóð í úrslitaleiknum. Heimamenn rassskelltir í Stokkhólmi og Pelé búinn að skora sex mörk í þremur leikjum í útsláttarkeppninni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Pelé setti fullt af metum í Svíþjóð sem standa enn þann dag í dag. Hann varð yngsti maðurinn til að skora í lokakeppni 17 ára, 7 mánaða og 27 daga gamall og einnig yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í úrslitaleiknum 17 ára og 249 daga gamall. Sömuleiðis á Pelé metið yfir þann yngsta sem skorað hefur þrennu 17 ára 8 mánaða og 1 dags gamall. Þá er Pelé á allskonar topplistum yfir flesta sigra á HM og er auðvitað í sögubókum heimsmeistaramótsins og verður þar um aldir alda.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Allir þekkja Pelé, einn besta, og að sumra mati, besta fótboltamann sögunnar. Pelé varð þrívegis heimsmeistari á glæstum ferli en hann mætti með látum til leiks á HM í Svíþjóð árið 1958. Vicente Feola, þáverandi þjálfari liðsins, ákvað að veðja á þennan 17 ára gamla strák sem hafði þreytt frumraun sína með landsliðinu ári áður. Sextán þjóðir frá þremur álfum tóku þátt á HM í Svíþjóð sem var ansi vel heppnað mót. Þarna var ekki styrkleikaraðað heldur var vestur-evrópskur pottur, austur-evrópskur, breskur og Ameríkupottur. Brassarnir drógust í nokkuð strembinn riðill með Sovétmönnum, Englandi og Austurríki en tvö efstu lið hvers riðils komust áfram.Pelé skorar á móti Frakklandi.vísir/gettyByrjaði á bekknum Pelé byrjaði á varamannabekknum fyrstu tvo leikina. Brassarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að rúlla yfir Austurríki, 3-0, í fyrsta leik en gerðu svo markalaust jafntefli við Englendinga í öðrum leik. Pelé kom inn í byrjunarliðið fyrir þriðja leikinn sem Brassarnir unnu, 3-0, en Vavá skoraði bæði mörkin og brasilíska liðið komið í átta liða úrslitin nokkuð auðveldlega. Frammistaða Pelé var mögnuð og var ekki annað hægt en að setja hann í byrjunarliðið fyrir átta liða úrslitin. Drengurinn ungi, sem var ekki nema 17 ára gamall, þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitum. Brassarnir nálguðust nú þarna annan heimsmeistaratitilinn en frábært lið Frakka með Just Fontaine í fararbroddi stóð í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. Frakkarnir höfðu pakkað saman Norður-Írlandi í átta liða úrslitum, 4-0, og voru líklegir til afreka á móti. Þeir voru með eitt besta liðið og þurfti brasilíska liðið nú á stórleik að halda.Brassar með bikarinn.vísir/gettyMetaregn Til að gera langa sögu stutta fóru Brassarnir á kostum á móti Frakklandi og á móti Svíþjóð í úrslitaleiknum. Pelé skoraði þrennu í 5-2 sigri á Frakklandi í undanúrslitum og vissi heimsbyggðin endanlega að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Pelé skoraði svo tvö mörk í 5-2 sigri á Svíþjóð í úrslitaleiknum. Heimamenn rassskelltir í Stokkhólmi og Pelé búinn að skora sex mörk í þremur leikjum í útsláttarkeppninni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Pelé setti fullt af metum í Svíþjóð sem standa enn þann dag í dag. Hann varð yngsti maðurinn til að skora í lokakeppni 17 ára, 7 mánaða og 27 daga gamall og einnig yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í úrslitaleiknum 17 ára og 249 daga gamall. Sömuleiðis á Pelé metið yfir þann yngsta sem skorað hefur þrennu 17 ára 8 mánaða og 1 dags gamall. Þá er Pelé á allskonar topplistum yfir flesta sigra á HM og er auðvitað í sögubókum heimsmeistaramótsins og verður þar um aldir alda.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti