38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2018 12:00 Pelé var magnaður í Svíþjóð. vísir/getty Allir þekkja Pelé, einn besta, og að sumra mati, besta fótboltamann sögunnar. Pelé varð þrívegis heimsmeistari á glæstum ferli en hann mætti með látum til leiks á HM í Svíþjóð árið 1958. Vicente Feola, þáverandi þjálfari liðsins, ákvað að veðja á þennan 17 ára gamla strák sem hafði þreytt frumraun sína með landsliðinu ári áður. Sextán þjóðir frá þremur álfum tóku þátt á HM í Svíþjóð sem var ansi vel heppnað mót. Þarna var ekki styrkleikaraðað heldur var vestur-evrópskur pottur, austur-evrópskur, breskur og Ameríkupottur. Brassarnir drógust í nokkuð strembinn riðill með Sovétmönnum, Englandi og Austurríki en tvö efstu lið hvers riðils komust áfram.Pelé skorar á móti Frakklandi.vísir/gettyByrjaði á bekknum Pelé byrjaði á varamannabekknum fyrstu tvo leikina. Brassarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að rúlla yfir Austurríki, 3-0, í fyrsta leik en gerðu svo markalaust jafntefli við Englendinga í öðrum leik. Pelé kom inn í byrjunarliðið fyrir þriðja leikinn sem Brassarnir unnu, 3-0, en Vavá skoraði bæði mörkin og brasilíska liðið komið í átta liða úrslitin nokkuð auðveldlega. Frammistaða Pelé var mögnuð og var ekki annað hægt en að setja hann í byrjunarliðið fyrir átta liða úrslitin. Drengurinn ungi, sem var ekki nema 17 ára gamall, þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitum. Brassarnir nálguðust nú þarna annan heimsmeistaratitilinn en frábært lið Frakka með Just Fontaine í fararbroddi stóð í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. Frakkarnir höfðu pakkað saman Norður-Írlandi í átta liða úrslitum, 4-0, og voru líklegir til afreka á móti. Þeir voru með eitt besta liðið og þurfti brasilíska liðið nú á stórleik að halda.Brassar með bikarinn.vísir/gettyMetaregn Til að gera langa sögu stutta fóru Brassarnir á kostum á móti Frakklandi og á móti Svíþjóð í úrslitaleiknum. Pelé skoraði þrennu í 5-2 sigri á Frakklandi í undanúrslitum og vissi heimsbyggðin endanlega að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Pelé skoraði svo tvö mörk í 5-2 sigri á Svíþjóð í úrslitaleiknum. Heimamenn rassskelltir í Stokkhólmi og Pelé búinn að skora sex mörk í þremur leikjum í útsláttarkeppninni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Pelé setti fullt af metum í Svíþjóð sem standa enn þann dag í dag. Hann varð yngsti maðurinn til að skora í lokakeppni 17 ára, 7 mánaða og 27 daga gamall og einnig yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í úrslitaleiknum 17 ára og 249 daga gamall. Sömuleiðis á Pelé metið yfir þann yngsta sem skorað hefur þrennu 17 ára 8 mánaða og 1 dags gamall. Þá er Pelé á allskonar topplistum yfir flesta sigra á HM og er auðvitað í sögubókum heimsmeistaramótsins og verður þar um aldir alda.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Allir þekkja Pelé, einn besta, og að sumra mati, besta fótboltamann sögunnar. Pelé varð þrívegis heimsmeistari á glæstum ferli en hann mætti með látum til leiks á HM í Svíþjóð árið 1958. Vicente Feola, þáverandi þjálfari liðsins, ákvað að veðja á þennan 17 ára gamla strák sem hafði þreytt frumraun sína með landsliðinu ári áður. Sextán þjóðir frá þremur álfum tóku þátt á HM í Svíþjóð sem var ansi vel heppnað mót. Þarna var ekki styrkleikaraðað heldur var vestur-evrópskur pottur, austur-evrópskur, breskur og Ameríkupottur. Brassarnir drógust í nokkuð strembinn riðill með Sovétmönnum, Englandi og Austurríki en tvö efstu lið hvers riðils komust áfram.Pelé skorar á móti Frakklandi.vísir/gettyByrjaði á bekknum Pelé byrjaði á varamannabekknum fyrstu tvo leikina. Brassarnir áttu ekki í miklum vandræðum með að rúlla yfir Austurríki, 3-0, í fyrsta leik en gerðu svo markalaust jafntefli við Englendinga í öðrum leik. Pelé kom inn í byrjunarliðið fyrir þriðja leikinn sem Brassarnir unnu, 3-0, en Vavá skoraði bæði mörkin og brasilíska liðið komið í átta liða úrslitin nokkuð auðveldlega. Frammistaða Pelé var mögnuð og var ekki annað hægt en að setja hann í byrjunarliðið fyrir átta liða úrslitin. Drengurinn ungi, sem var ekki nema 17 ára gamall, þakkaði traustið og skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Wales í átta liða úrslitum. Brassarnir nálguðust nú þarna annan heimsmeistaratitilinn en frábært lið Frakka með Just Fontaine í fararbroddi stóð í vegi fyrir þeim í undanúrslitunum. Frakkarnir höfðu pakkað saman Norður-Írlandi í átta liða úrslitum, 4-0, og voru líklegir til afreka á móti. Þeir voru með eitt besta liðið og þurfti brasilíska liðið nú á stórleik að halda.Brassar með bikarinn.vísir/gettyMetaregn Til að gera langa sögu stutta fóru Brassarnir á kostum á móti Frakklandi og á móti Svíþjóð í úrslitaleiknum. Pelé skoraði þrennu í 5-2 sigri á Frakklandi í undanúrslitum og vissi heimsbyggðin endanlega að þarna var einstakur leikmaður á ferð. Pelé skoraði svo tvö mörk í 5-2 sigri á Svíþjóð í úrslitaleiknum. Heimamenn rassskelltir í Stokkhólmi og Pelé búinn að skora sex mörk í þremur leikjum í útsláttarkeppninni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Pelé setti fullt af metum í Svíþjóð sem standa enn þann dag í dag. Hann varð yngsti maðurinn til að skora í lokakeppni 17 ára, 7 mánaða og 27 daga gamall og einnig yngsti leikmaðurinn til að spila og skora í úrslitaleiknum 17 ára og 249 daga gamall. Sömuleiðis á Pelé metið yfir þann yngsta sem skorað hefur þrennu 17 ára 8 mánaða og 1 dags gamall. Þá er Pelé á allskonar topplistum yfir flesta sigra á HM og er auðvitað í sögubókum heimsmeistaramótsins og verður þar um aldir alda.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00 41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Aron Einar fór af velli vegna meiðsla | HM í hættu? Aron Einar Gunnarsson fór af velli eftir tíu mínútur í leik Cardiff og Hull. Óttast er að meiðslin séu alvarleg. 28. apríl 2018 15:14
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Brasilíumaðurinn Bebeto fagnaði á eftirminnilegan hátt á móti Hollandi á HM 1994. 30. apríl 2018 10:00
41 dagur í HM: Tárin sem fengu ensku þjóðina til að elska fótbolta á ný Paul Gascoigne og enska landsliðið komu verulega á óvart á HM 1990 á Ítalíu. 4. maí 2018 12:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó