Segja erlenda dýralækna nauðsynlega Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. maí 2018 06:00 Án viðveru dýralæknis er ekki hægt að slátra dýrum. Vísir/GVA Matvælastofnun telur að án ráðningar erlendra dýralækna geti stofnunin ekki sinnt skyldum sínum. Án opinbers dýralæknis geti sláturhús ekki starfað. Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ráðning Matvælastofnunar á erlendum dýralæknum til starfa í opinberri þjónustu fullnægi ekki skilyrði laga um að þeir hafi vald á íslenskri tungu. Matvælastofnunin segir að hlutfall erlendra dýralækna sem þar starfi hafi aukist undanfarin ár þar sem ekki hefur tekist að ráða íslenskumælandi dýralækna í tiltekin störf. Ítrekað hafi tilteknar stöður dýralækna verið auglýstar lausar án þess að dýralæknar með vald á íslenskri tungu hafi sótt um. Við slíkar aðstæður hafi erlendir dýralæknar verið ráðnir.Sjá einnig: Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun „Hjá Matvælastofnun starfa í dag um 35 dýralæknar í fullu starfi. Um þriðjungur þeirra er erlendur og stærstur hluti þeirra með takmarkað vald á íslenskri tungu. Stofnunin ræður auk þess dýralækna frá EES-ríkjum í tímabundnar ráðningar yfir sláturtíðina,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Á annan tug erlendra dýralækna hafi verið ráðnir til slíkra starfa í haust. „Ljóst er að án dýralækna mun Matvælastofnun ekki geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Í sláturhúsum er krafa um viðveru opinbers dýralæknis við alla slátrun, í þeim tilgangi að fylgja eftir kröfum um velferð dýra og öryggi afurða. Án viðveru opinbers dýralæknis geta sláturhús þar með ekki starfað,“ segir í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. 7. maí 2018 08:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Matvælastofnun telur að án ráðningar erlendra dýralækna geti stofnunin ekki sinnt skyldum sínum. Án opinbers dýralæknis geti sláturhús ekki starfað. Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti að ráðning Matvælastofnunar á erlendum dýralæknum til starfa í opinberri þjónustu fullnægi ekki skilyrði laga um að þeir hafi vald á íslenskri tungu. Matvælastofnunin segir að hlutfall erlendra dýralækna sem þar starfi hafi aukist undanfarin ár þar sem ekki hefur tekist að ráða íslenskumælandi dýralækna í tiltekin störf. Ítrekað hafi tilteknar stöður dýralækna verið auglýstar lausar án þess að dýralæknar með vald á íslenskri tungu hafi sótt um. Við slíkar aðstæður hafi erlendir dýralæknar verið ráðnir.Sjá einnig: Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun „Hjá Matvælastofnun starfa í dag um 35 dýralæknar í fullu starfi. Um þriðjungur þeirra er erlendur og stærstur hluti þeirra með takmarkað vald á íslenskri tungu. Stofnunin ræður auk þess dýralækna frá EES-ríkjum í tímabundnar ráðningar yfir sláturtíðina,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Á annan tug erlendra dýralækna hafi verið ráðnir til slíkra starfa í haust. „Ljóst er að án dýralækna mun Matvælastofnun ekki geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Í sláturhúsum er krafa um viðveru opinbers dýralæknis við alla slátrun, í þeim tilgangi að fylgja eftir kröfum um velferð dýra og öryggi afurða. Án viðveru opinbers dýralæknis geta sláturhús þar með ekki starfað,“ segir í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tengdar fréttir Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. 7. maí 2018 08:53 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. 7. maí 2018 08:53