Messan: „Ef þeir geta ekki tryggt Meistaradeildarsætið eiga þeir það ekki skilið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2018 14:00 Salah virtist þreyttur á sunnudag. vísir/getty Strákarnir í Messunni fóru yfir stórleik síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni, leik Chelsea og Liverpool, á sunnudaginn en Chelsea vann 1-0 með marki frá Oliver Giroud. Liverpool-menn náðu aldrei þeim hæðum sem þeir eru vanir að ná. Mikið álag hefur verið á liðinu og Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins, sagðist vilja sjá Klopp dreifa álaginu betur. „Ég skil ekki afhverju Klopp hvíldi ekki eitthvað af fremstu þremur mönnunum. Hafa Solanke, Danny Ings í byrjunarliðinu og hleypt Salah, Firmino eða Mane inn á síðustu tuttugu mínúturnar,” sagði Jóhannes Karl. „Það er bara einn maður sem ræður en mér fannst þeir flatir fremstu þrír miðað við hvað maður veit hvað þeir geta. Mér fannst þeir ekki fara á fulla ferð, hvorki pressu né í sóknarleiknum,” og Hjörvar Hafliðason tók í sama streng: „Svakalega flatt hjá Liverpool í deildinni síðasta mánuðinn. Jafntefli gegn Stoke, Everton, WBA og tap í dag. Púðrið hefur farið í Meistaradeildina en ég held að þetta skipti ekki öllu máli. Ég held að Liverpool klári alltaf Brighton eftir viku.” Liverpool er ekki enn búið að tryggja sér Meistaradeildarsætið en eiga leik gegn Brighton um næstu helgi þar sem þeir geta klárað dæmið. „Ef þeir geta ekki tryggt þetta Meistaradeildarsæti þá eiga þeir það ekki skilið en ég held að eftirleikurinn verði þokkalega auðveldur fyrir Liverpool,” sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Strákarnir í Messunni fóru yfir stórleik síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni, leik Chelsea og Liverpool, á sunnudaginn en Chelsea vann 1-0 með marki frá Oliver Giroud. Liverpool-menn náðu aldrei þeim hæðum sem þeir eru vanir að ná. Mikið álag hefur verið á liðinu og Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins, sagðist vilja sjá Klopp dreifa álaginu betur. „Ég skil ekki afhverju Klopp hvíldi ekki eitthvað af fremstu þremur mönnunum. Hafa Solanke, Danny Ings í byrjunarliðinu og hleypt Salah, Firmino eða Mane inn á síðustu tuttugu mínúturnar,” sagði Jóhannes Karl. „Það er bara einn maður sem ræður en mér fannst þeir flatir fremstu þrír miðað við hvað maður veit hvað þeir geta. Mér fannst þeir ekki fara á fulla ferð, hvorki pressu né í sóknarleiknum,” og Hjörvar Hafliðason tók í sama streng: „Svakalega flatt hjá Liverpool í deildinni síðasta mánuðinn. Jafntefli gegn Stoke, Everton, WBA og tap í dag. Púðrið hefur farið í Meistaradeildina en ég held að þetta skipti ekki öllu máli. Ég held að Liverpool klári alltaf Brighton eftir viku.” Liverpool er ekki enn búið að tryggja sér Meistaradeildarsætið en eiga leik gegn Brighton um næstu helgi þar sem þeir geta klárað dæmið. „Ef þeir geta ekki tryggt þetta Meistaradeildarsæti þá eiga þeir það ekki skilið en ég held að eftirleikurinn verði þokkalega auðveldur fyrir Liverpool,” sagði Jóhannes Karl. Alla umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Íslandsmet féll í Andorra Sport Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira