Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, staðfesti í dag að Cristiano Ronaldo verði orðinn klár í slaginn er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram.
Ronaldo meiddist í leiknum gegn Barcelona um nýliðna h elgi og fór þá eðlilega um stuðningsmenn Real.Úrslitaleikurinn gegn Liverpool fer fram þann 26. maí.
„Það verða allir klárir í lok maí. Ronaldo, Isco og Dani Carvajal,“ sagði Zidane en þessir þrír eru tæpastir fyrir leikinn.
„Meiðsli Cristiano eru verst þar sem hann var að meiðast en hann verður í lagi. Isco er að æfa með okkur og það er stutt í að Carvajal mæti á æfingar.“
Ronaldo skoraði fyrir Real gegn Barcelona en varð að fara af velli í hálfleik vegna meiðslanna.
Ronaldo mun spila úrslitaleikinn gegn Liverpool
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn



Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti


Fleiri fréttir
