Handbolti

Dagur um oddaleikinn: „Refskák á milli þjálfaranna“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, segir að einvígi Selfyssinga og FH munu ráðast á smáatriðunum. Hann segir að þetta hafi verið refskák á milli þjálfaranna.

„Ég held að heimavöllurinn að þessu sinni spili minnstu rulluna. Þetta verður sér leikur útaf fyrir sig,” sagði Dagur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er búið að vera þjálfara refskák milli Halldórs og Patreks. Það er verið að djöflast í sjö á móti sex og þeir finna það að þetta getur unnist á smáatriðum og ég er sammála þeim.”

Margir ungir leikmenn eru í báðum þessum liðum og hafa skinið mjög skært. Dagur er ánægður með ungu guttana.

„Núna er gott fyrir aðra leikmenn að koma úr skugganum. Það er mikið einblínt á þessa stráka sem hafa verið að standa sig frábærlega í vetur og í úrslitakeppninni.”

„Eins og við sáum eins og til dæmis hjá ÍBV þar sem menn koma úr skugganum og geta klárað leiki óvænt. Það er spurning hvað liðin eiga þar upp í erminni.”

Allt innslagið má sjá efst í greininni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×