Eins dags vinnuhópur á að skila tillögum til úrbóta Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 21:23 Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira