Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar Benedikt Bóas skrifar 9. maí 2018 06:00 Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskólann. Kristinn Ingvarsson Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Í fyrstu fundaröðinni er velferð barna og ungmenna í brennidepli og er röðin kynnt undir heitinu Best fyrir börnin. Þar er fjallað um ótal þætti sem snerta velferð barna og ungmenna, svo sem andlega líðan, hreyfingu, læsi og samskipti en í þetta skiptið eru svefn og mataræði í brennidepli – þættir sem skipta okkur öll miklu máli. Í erindinu á miðvikudag ætlar Ingibjörg að fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif ætlar hins vegar að fjalla um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna. Hún ætlar að tala um samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“. „Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif og bætir við að svefn og matur tengist meir en marga grunar enda hafi svefninn áhrif á fæðuval. „Góður svefn skiptir miklu máli fyrir vöxt og þroska barna og svefn hefur meðal annars áhrif á hegðun, námsgetu og íþróttaárangur. Of stuttur svefn til lengri tíma og svefnvandamál á borð við kæfisvefn og miklar hrotur barna geta haft skaðleg áhrif á heilsu þeirra.“ Erna Sif segir að við sem samfélag getum gert margt til að bæta svefn barna og unglinga. Að hennar sögn er mjög mikilvægt að leiðrétta skakka staðarklukku á Íslandi. „Þegar við vöknum klukkan 7 á morgnana er sólarklukkan í raun 5.30 að morgni. Þetta veldur því að mörg ungmenni eiga erfitt með að sofna nógu snemma á kvöldin til að fá nægan nætursvefn og finnst erfitt að fara á fætur á morgnana. Einnig er hægt að seinka skólabyrjun til 9 eða 10 á morgnana hjá unglingum í takt við náttúrulega seinkaða líkamsklukku þeirra. Huga þarf að notkun snjalltækja fyrir svefntíma, koffíndrykkju og æfingatíma í íþróttum seint á kvöldin sem eru allt þættir sem valda því að börn og unglingar eiga erfitt með að sofna á kvöldin.“ Erna Sif segir að æfingar eldsnemma á morgnana geti einnig valdið verulegri skerðingu á svefntíma barna og mætti færa á annan tíma dags. „Loks má huga að notkun dagsbirtulampa yfir mesta vetrartímann til að hjálpa börnum og unglingum að stilla af líkamsklukkuna þegar lítillar náttúrulegrar birtu nýtur við.“Vísir sýnir beint frá fundinum Best fyrir börnin sem hefst klukkan 12.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira