Bestu lífeyrissjóðir skila fjórfalt meiri ávöxtun en hinir lökustu Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Himin og haf getur verið á milli ávöxtunar lífeyrissjóðanna. Vísir/valli Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sjötíu prósent lífeyrissjóða á Íslandi hafa ekki náð þeirri ávöxtun til langs tíma sem sjóðirnir hafa sett sér að markmiði. Þetta sýnir ný greining sem Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur og Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, hafa gert. Markmið sjóðanna er að ná til lengri tíma litið 3,5 prósenta meðalraunávöxtun. Þeir Hallgrímur og Gylfi hafa rýnt í gögn allra lífeyrissjóðanna í talnaefni ársreikningabóka Fjármálaeftirlitsins frá ársbyrjun 1997 til ársloka 2016. Tekið var tillit til sameininga sem átt hafa sér stað. Árið 1997 voru þetta 50 sjóðir en í dag hefur þeim fækkað með sameiningum í 27 lífeyrissjóði.Niðurstöður voru að af 27 sjóðum sem starfandi eru á Íslandi séu einungis átta sem skila meira en 3,5 prósenta meðalávöxtun yfir tímabilið. Í grein sem þeir Hallgrímur og Gylfi skrifa og birt er á blaðsíðu 11 í Fréttablaðinu í dag kemur fram að sá sem skilar mestu er með 6,16 prósenta meðalraunávöxtun. Sá sem er með minnstu ávöxtunina er hins vegar einungis með 1,25 prósent. „Á þessu 20 ára tímabili var ávöxtun þess sjóðs sem náði bestum árangri að þessu leyti nær ferfalt hærri en hjá þeim sjóði sem skilaði lakastri ávöxtun. Hvert prósentustig í meðalávöxtun yfir langan tíma hefur mikil áhrif á þann lífeyri sem greiddur er að lokum og bendir allt því til þess að fólk muni búa við nokkuð misjöfn kjör á eftirlaunaárum vegna mismikillar ávöxtunar sjóða,“ segja þeir Hallgrímur og Gylfi.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA Samtaka atvinnulífsinsÞeir benda á að ávöxtun í fortíð sé vissulega ekki ávísun á örugga ávöxtun í framtíðinni en þó hljóti þessar upplýsingar að teljast mikilvægur liður í því að auka gagnsæi, enda séu landsmenn allir skyldaðir til að greiða í sjóðina. „Stór hluti launþega hefur ekki beint val um það í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða heldur renna iðgjöld einfaldlega í þann lífeyrissjóð sem verkalýðsfélag hvers og eins hefur valið,“ segir einnig í greininni. Íhuga þurfi að leyfa launafólki að greiða í nokkra sjóði til að dreifa áhættu. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist hlynntur auknu valfrelsi í lífeyrismálum. „Það skiptir mjög miklu máli að sjóðirnir búi við sterkt og gott aðhald og auðvitað er aðhaldið mest ef sjóðfélagar geta valið að skipta um sjóð ef þeir eru óánægðir með ávöxtun sjóðsins til langs tíma litið,“ segir Þorsteinn. Eðlilegt sé að fólk hafi meira um það að segja hvar fjármagn þess er ávaxtað. Áður en opnað væri á valfrelsi í aðild að lífeyrissjóðum þyrfti þó að jafna örorkubyrði milli sjóða.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira