Segir að lífeyrissjóðirnir muni stórauka erlenda fjárfestingu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. maí 2018 19:45 Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Dósent við Háskóla Íslands telur að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu orðnar of miklar fyrir fjármálamarkaðinn hér á landi. Ákjósanlegt væri að greiða hluta iðngjalda út jafnóðum. Seðlabankastjóri segir að lífeyrissjóðsgjöld kunni að vera orðin of há. Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru tæplega fjögur þúsund milljarða króna samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Það samsvarar um einni og hálfri landsframleiðslu. Á fundi Kjarnans og Landssamtaka lífeyrissjóða í morgun var spurt hvort lífeyrissjóðirnir væru að verða of stórir fyrir Ísland. Gylfi Magnússon í viðskiptafræði við Háskóla Íslands telur að svo sé að einhverju leiti. „Það er æskilegra að stefna að aðeins minni sjóðssöfnun. Einfaldlega vegna þess að það verður mjög erfitt fyrir sjóðina að ávaxta sitt fé með ákjósanlegri ávöxtun. Ef sjóðirnir vaxa jafn mikið og stefnir í,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann telur að lausn á þessu sé svokallað gegnumstreymiskerfi. „Ég tel heppilegra að stefnt verði að aðeins minni vexti sjóðsöfnunarkerfisins. Og í staðinn verði byggð upp styrkari stoð sem kölluð verði gegnumstreymiskerfi þar sem hluti iðgjalda rennur jafnharðan til að greiða lífeyri frekar en til þess að kaupa verðbréf sem eru svo notuð til þess að greiða lífeyri einhvern tíma löngu síðar.“ Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir mögulegt að iðgjöld séu orðin of há. „Það kann að vera að iðgjöld til lífeyrissjóða séu í einhverjum skilningi orðin of há,“ segir hann. Þorbjörn Guðmundsson formaður Landssamtaka lífeyrissjóða segir mikilvægt að stórauka erlenda fjárfestingu lífeyrissjóðanna, nú sé hún um 27% en ákjósanlegt hlutfall sé um 40%. „Lífeyrissjóðirnir munu stórauka erlendar fjárfestingar. Þeir gátu það ekki frá 2008 til 2017 og ef gjaldeyrishöftin hefðu ekki verið hefði hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna verið miklu hærra en það er í dag,“ segir Þorbjörn.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira