Hugmyndir um aukinn skatt á gosdrykki slæmar að mati atvinnurekenda Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:45 Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen. Neytendur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Félag atvinnurekenda gagnrýnir hugmyndir um hærri álögur á gosdrykki harðlega og segir að þær hugmyndir ásamt lækkun skatta og gjalda á ávexti og grænmeti á sama tíma flækja skattkerfið. Neytendur hafi sýnt að þeir séu sjálfir best færir um að færa neyslu sína yfir í hollari vörur. Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögur frá Landlæknisembættinu í lýðheilsumálum. Landlæknisembættið vill að landsmenn neyti meira af ávöxtum og grænmeti og reynt verði að draga úr gosdrykkjaneyslu með því að setja drykkina í efra virðisaukaskattsþrepið eða 24 prósent. En aðrar vörur eins og skyr til dæmis verði áfram í neðra þrepinu þótt skyrvörur séu margar fullar af sykri. Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra bréf vegna þessara hugmynda. „Við teljum þær bæði slæmar og óþarfar. Í fyrsta lagi mismuna þær fyrirtækjum og atvinnugreinum. Jú það er vissulega sykur í hluta af framleiðslu gosdrykkja fyrirtækjanna. En það er gríðarlega mikill sykur t.d. í mjólkurvörunum sem við látum ofan í okkur daglega. Af hverju á þá ekki að koma skattur á þær ef markmiðið er að minnka sykurneyslu,“ segir Ólafur. Í öðru lagi byggi tillögur Landlæknisembættisins á röngum gögnum þar sem hlutur gosdrykkja í sykurneyslu landsmanna sé stórlega ofmetinn. Í þriðja lagi hafi neysla á sykruðu gosi minnkað stórlega á undanförnum árum á sama tíma og sala á kolsýrðu vatni hafi aukist. „Þetta er að gerast án nokkurra inngripa stjórnvalda einfaldlega af því fyrirtækin er að mæta kröfum neytenda,“ segir Ólafur. Tilraun til neyslustýringar með almennum sykurskatti sem þó hafi náð til allra vörutegunda á árunum 2013 til fjórtán hafi mistekist og einungis reynst vera tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Þá sé ekki heillavænlegt að taka upp vörugjöld á gosdrykki auk hækkunar virðisaukaskatts og ætla sér að lækka álögur með skattabreytingum á ávexti og grænmeti sem þýði að aftur verði þrjú virðisaukaskattsþrep. „Markmiðið er jú göfugt. En það er hins vegar ákveðin ranghugmynd margra embættismanna og stjórnmálamanna að það sé hægt að stýra neyslu fólks með sköttum. Umræða og upplýsing er miklu vænlegra til árangurs,“ segir Ólafur Stephensen.
Neytendur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira