Þróaði app úr ævistarfinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. maí 2018 10:00 Herdís hefur helgað líf sitt því að fræða foreldra um hvernig megi gera heimili sem öruggust fyrir börn. „Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá. IKEA Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Ég hef unnið við slysavarnir barna frá árinu 1991 og vann í mörg ár í verkefni sem heyrði undir ríkið,“ segir Herdís Storgaard, verkefnastjóri Miðstöðvar slysavarna barna. „Fyrir um fjórum árum ákváðu stjórnvöld að hætta að setja fé í verkefni um slysavarnir barna. Þrátt fyrir að mikill árangur hefði náðst í málaflokknum. Mér fannst það ekki vera hægt að gefast upp,“ segir Herdís sem hafði áhyggjur af því að foreldrar gætu hvergi leitað að upplýsingum um öryggi barna. „Ég stofnaði frjáls félagasamtök og hélt áfram starfi mínu í sjálfboðavinnu. Ég var með ákveðnar hugmyndir, vildi geta sýnt foreldrum hvernig öruggt heimili lítur út og hafði samband við Þórarin Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA. Hann tók vel í hugmyndir mínar og gaf mér húsgögn. Ég útbjó sýniaðstöðu fyrir foreldra og býð þeim upp á ókeypis námskeið,“ segir Herdís frá. „Einasta ástæðan fyrir því að ég get haldið úti rekstri er stuðningur tveggja fyrirtækja við mig, Sjóvár og IKEA á Íslandi,“ útskýrir hún. Starfsfólk höfuðstöðva IKEA í Svíþjóð heyrði af uppátækinu á Íslandi. „Þeir komu til Íslands og vildu kynnast starfi mínu betur, urðu hrifin af hugmyndunum og aðferðafræðinni sem ég nota í kennslunni. Þeir buðu mér starf og nú hef ég unnið fyrir IKEA í rúm tvö ár. Það kom upp sú hugmynd að gera app fyrir foreldra sem byggir á námskeiðunum mínum. Nú er það tilbúið. Það kallast: Öruggara heimili. Í því má kanna mismunandi herbergi heimilisins og fá ráð um hvar er hægt að auka öryggið,“ segir Herdís frá. „Við munum prófa þetta fyrst á Íslandi en síðan verður appinu dreift út um allan heim ef vel gengur,“ segir Herdís frá og er ánægð með afraksturinn. „Ekki síst vegna þess hversu erfið staðan var þegar ríkið skar þjónustuna niður. Ég hefði ekki staðið í þessu nema fyrir þá staðreynd hversu glaðir og þakklátir foreldrar eru. Svo hefur þetta undið upp á sig. Höfuðstöðvarnar eru í Suður-Svíþjóð. Ég bý hins vegar enn á Íslandi og get unnið heima. Ég fer svo reglulega út. Þetta hefur verið algjört ævintýri sem hefur falið í sér samstarf við sérfræðinga um allan heim,“ segir Herdís frá.
IKEA Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira