Fyrsta stiklan úr Kona fer í stríð Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:45 Halldóra Geirharðsdóttir sést hér í hlutverki sínu í kvikmyndinni. „Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013. Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Ég vona að myndinni verði vel tekið og hlakka mest til að upplifa viðbrögð fólks við henni í kvikmyndahúsinu,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Kona fer í stríð. Stikla fyrir myndina var frumsýnd á föstudag. Vefsíðan Variety tryggði sér einkarétt á sýningu stiklunnar í sólarhring. Kvikmyndin fjallar um kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn stóriðju í landinu. Hún er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar. „Þetta er einföld hetjusaga. Mig langaði að búa til meginstraums kvikmynd sem myndi þóknast öllum," segir Benedikt glettinn.Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið en með önnur hlutverk fara Jóhann Sigurðarson, Davíð Þór Jónsson, Magnús Trygvason Eliassen og Ómar Guðjónsson. Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Ólafi Egilssyni. Kvikmyndin er frumsýnd 12. maí í Cannes, þar sem hún var valin til keppni í Critics' Week. Benedikt segir það stórkostlegan létti að hún hafi verið valin því mikil fjárhagsleg, persónuleg og listræn hætta fylgi þessu ferli. „Þetta þýðir að einhverjum þyki vænt um hana.“ Charles Tesson, listrænn stjórnandi Critics' Week, sagði dregna upp líflega, hjartnæma og frumlega mynd af konu á sama tíma og tekist er á við pólitísk málefni í myndinni en hún verður frumsýnd hér á Íslandi 23. maí. Þrjár íslenskar kvikmyndir hafa áður tekið þátt í Critics' Week á Cannes. Það eru kvikmyndirnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen árið 1992, hin norsk-íslenska Vandræðamaðurinn eftir Jens Lien árið 2006 og fransk-íslenska stuttmyndin Víkingar eftir Magali Magistry árið 2013.
Cannes Menning Tengdar fréttir Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49