65 milljarða yfirtaka í pípunum þvert á vilja stærsta hluthafans Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. apríl 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Brim Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira
Útgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og eigandi Brims, segist vonast til þess að sem flestir hluthafar verði áfram í HB Granda. Lög um verðbréfaviðskipti kveða skýrt á um að hafi hluthafi samanlagt eignast að minnsta kosti 30 pró- sent atkvæðisréttar í félagi sem skráð er í Kauphöll skuli sá hinn sami gera öðrum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð. Það er, tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Fjármálaeftirlitið hefur málið til skoðunar. Guðmundur segist ekki vilja að Brim taki HB Granda yfir. „Við þurfum að gera yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en við höfum hug á að halda HB Granda á markaði.“„Okkur langar ekki til að gera þetta tilboð, en það er skylda. Okkar von er að núverandi hluthafar verði áfram í félaginu.“ Aðspurður segist Guðmundur ekki hafa klárað fjármögnunina alla, en geta selt hluta af eignum Brims til að tryggja fjármagn ef til yfirtöku kemur. „Maður má ekki bara kaupa og borga ekki upp.“ Brim skuldaði um 32 milljarða samkvæmt ársreikningi 2016, en eigið fé var um 22 milljarðar. Ársreikningur ársins 2017 hefur ekki verið birtur. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti skal verð það sem sett er fram í yfirtökutilboði vera að lágmarki jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta í viðkomandi félagi áður en tilboðsskylda myndaðist. Kaupverðið yrði því um 65 milljarðar, miðað við að kaupverðið sé 35 krónur á hvern hlut líkt og í viðskiptum með bréf félagsins í vikunni.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Sjá meira
Kristján Loftsson og tengdir selja rúmlega þriðjungshlut í HB Granda Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. hafa selt nær allan hlut sinn í HB Granda, alls 34 prósent hlutafjár, fyrir tæplega 21,7 milljarða króna. 19. apríl 2018 10:30