Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. apríl 2018 20:00 Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum. Hvalfjarðargöng Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira