Tíu ár frá gas, gas, gas Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Sturla Jónsson við mótmæli í Ártúnsbrekku í mars 2008. Vísir/Arnþór Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Áratugur er í dag liðinn frá því að vörubílstjórar lokuðu Suðurlandsvegi við Olís. Mótmælin voru þau stærstu í mótmælaröð vörubílstjóra og sá lögregla sig knúna til að beita piparúða á mótmælendur til að ná stjórn á vettvangi. Á þessum tíma börðust vörubílstjórar fyrir breytingum á reglum um hvíldartíma, lækkun álagna á eldsneyti og endurskoðun nýrra reglna um endurnýjun á meiraprófsréttindum svo fátt eitt sé nefnt.Hér fyrir neðan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá 23. apríl 2008.Nú, áratug síðar, segir Sturla Jónsson, talsmaður mótmælenda og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að ástandið hafi versnað. „Það er sérstakt hvernig við látum fara með okkur. Maður veltir því fyrir sér af hverju þrælsóttinn í þjóðinni er svona ofboðslegur,“ segir hann. Sturla segir að hann minni að bensínlítrinn hafi verið í kringum 89 krónur þegar mótmælin fóru fram, lítri af dísilolíu um tuttugu krónum ódýrari. Í gær voru hins vegar lítrarnir báðir yfir 200 krónum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þessi hækkun er búin að hafa mikil áhrif á vísitöluna, svona varðandi lánin hjá okkur og bara allt annað í landinu,“ segir Sturla.Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af því þegar lögreglumenn beittu piparúða og vöruðu við með orðunum „gas, gas, gas“ eins og frægt er orðið.Sturla bætir því við að til samanburðar sé lítrinn seldur á innan við sextíu krónur víða í Bandaríkjunum. „Þetta er búið að fara mjög illa með okkur. Það er bara svoleiðis. 2008 kostaði hvað, þrjátíu þúsund krónur rúmlega að fylla á tankinn á vörubíl? Sami tankur í dag er á rúmlega hundrað þúsund,“ segir Sturla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira