Plokkarar fylltu poka á alþjóðlegum degi jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Það var mikið tínt af rusli í Norðlingaholti í gær. Vísir/ernir Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00
Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00