Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill að stuðningsmenn félagsins sýni liði Roma virðingu er það mætir til leiks á Anfield í kvöld.
Það er eflaust enginn búinn að gleyma því hvernig stuðningsmenn Liverpool grýttu rútu Man. City í síðustu umferð í Meistaradeildinni.
„Þetta er frábært félag sem er þekkt fyrir frábæra stemningu. Við þurfum ekki að kasta hlutum,“ sagði Klopp en lögreglumenn slösuðust í látunum síðast.
„Inn á vellinum veriði endilega með betri stemningu en síðast en fyrir utan völlinn verðið þið að sýna virðingu. Við getum sýnt fólki hversu frábært fólk býr í Liverpool og það á 20 mínútum fyrir leik fyrir alla í heiminum.“
Öryggisgæslan í kvöld verður meiri en síðast út af látunum sem voru þá.
Klopp vill ekki að rúta Rómverja verði grýtt
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
