Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Heimir Már Pétursson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 24. apríl 2018 18:30 Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi. Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi.
Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira