Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Heimir Már Pétursson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 24. apríl 2018 18:30 Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi. Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi.
Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira