Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 19:29 Mynd frá IFB af Hauki. Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Vinir Hauks lýsa yfir miklum vonbrigðum við svörum Katrínar Jakobsdóttur við opnu bréfi sem birt var í gær. Vinir Hauks vonuðust til þess að Katrín tæki mark á þeim áhyggjum sem í bréfinu eru viðraðar og að hún myndi bregðast við þeim áskorunum sem eru settar þar fram. Rúmlega 400 manns skrifuðu undir opna bréfið. Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vettugi „þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks“ sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. Því er haldið fram að að Utanríkisráðuneytið hafi ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem bárust fyrst af málinu. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu hópsins Hvar er Haukur? í heild sinni. Fyrr í dag birti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, yfirlýsingu um mál Hauks Hilmarssonar vegna opins bréfs til hennar sem birt var í gær, undirritað af rúmlega 400 manns. Yfirlýsing Katrínar veldur okkur, nokkrum vinum Hauks sem meðal annarra skrifuðum undir bréfið, miklum vonbrigðum – enda vonuðumst við til þess að hún tæki mark á þeim áhyggjum sem í því eru viðraðar og þeim áskorunum sem þar eru settar fram. Einkum þykir okkur alvarlegt að Katrín skuli virða að vettugi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks, sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar, um að í athugun sinni á hvarfi Hauks hafi Utanríkisráðuneytið ekki gert fullnægjandi tilraunir til að rannsaka uppruna og sannleiksgildi frétta sem fyrst birtust af málinu. Annarsvegar er þar um ræða samhljóma frásagnir fjölda tyrkneskra fjölmiðla um að lík Hauks verði sent til Íslands. Ekki er þar sagt berum orðum að lík Hauks sé í höndum tyrkneskra yfirvalda, en í ljósi yfirlýsinga varnarsveita Kúrda um að þeim hafi ekki tekist að finna ummerki um Hauk – lífs eða liðinn – geta umræddir fjölmiðlar varla átt við annað. Hinsvegar er um að ræða frásögn kúrdíska blaðamannsins Mohammed Hassan sem ræddi við fréttavef Morgunblaðsins þann 8. mars sl. og sagðist hafa staðfestar heimildir fyrir því að Tyrkir væru með lík Hauks og kæmu til með að nota það í líkskiptum við Kúrda á komandi misserum. Af samskiptum Utanríkisráðuneytisins við fjölskyldu Hauks að dæma, sem og þeim hluta gagna málsins sem aðstandendum var nýlega veittur aðgangur að, er ekkert sem gefur til kynna að þetta hafi verið athugað með fullnægjandi hætti. Enda virðist athugun málsins í grunninn byggja á leiðbeiningum tyrkneskra lögregluyfirvalda um að íslensk stjórnvöld rannsaki hvarf Hauks fyrst og fremst með diplómatískum samskiptum við tyrknesk stjórnvöld – þau sömu og að öllum líkindum bera ábyrgð á hvarfi, handtöku eða jafnvel andláti Hauks. Við stöndum við áskorunina til Katrínar Jakobsdóttur og ítrekum hana hér með. Almar Erlingsson, Lárus Páll Birgisson, Saga Ásgeirsdóttir, Snorri Páll Jónsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel, vinir Hauks
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu. 24. apríl 2018 14:41
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Vinir Hauks mótmæltu á pöllum Alþingis: „Hjálpið okkur í þessu“ Vinir Hauks Hilmarssonar, sem talið er að hafi fallið í átökum í Sýrlandi fyrr á árinu, mótmæltu á pöllum Alþingis á þingfundi á þriðja tímanum í dag. 10. apríl 2018 15:22