Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 07:30 Alek Minassian virðist hafa verið meðlimur, eða í það minnsta þekkt vel til hinnar svokölluð Incel-hreyfingar. Skjáskot Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 13 særðust, birtist óhugnanleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. Í færslunni er vísað til annars fjöldamorðingja, Elliot Rodger, sem skaut sex til bana og særði 13 í Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Í færslunni var einnig talaði með herskáum hætti um byltingu hinnar svokölluðu „Incel“-hreyfingar. Facebook-reikningi Minassian hefur nú verið lokað og lögreglan í Toronto reynir enn að átta sig á því hvað vakti fyrir árásarmanninum. Engu að síður virðist færslan á vegg Minassian tengja hann við fyrrnefnda hreyfingu - hreyfingu sem hvílir á kynferðislegri gremju tugþúsunda karlmanna og leitt hefur til djúpstæðs kvenhaturs á netinu.Þetta er færslan sem hinn grunaði birti á Facebook skömmu fyrir árásina.Í umfjöllun Guardian um málið er „Incel“ sagt vera stytting á „involuntary celibate,“ það er að segja sá sem er „þvingaður til skírlífis.“ Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morðStuðningsmenn hreyfingarinnar reiða sig á internetið þar sem þeir leita að stuðningi frá nafnlausum þjáningarbræðrum sínum. Á netinu hafa þeir þróað með sér sjálfsmynd sem byggir á því að heimurinn halli með ósanngjörnum hætti á „vandræðalega og ómyndarlega gagnkynhneigða karlmenn.“ Margir þeirra, að sögn Guardian, hafa því tileinkað sér þá skoðun að heimurinn „skuldi þeim“ kynlíf - hugmynd sem leitt hefur marga Incel-menn í ógöngur.Það er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fyrrnefnds Elliot Rodger, skömmu áður en hann réðst til atlögu í Isla Vista. Í yfirlýsingunni tók hann skýrt fram að árásin hvíldi á öllum þeim höfnunum sem hann hafði orðið fyrir frá hinu kyninu. Það væri með öllu ótækt að hann væri 22 ára gamall og ennþá hreinn sveinn.Elliot Rodger er í guðatölu innan Incel-hreyfingarinnar.Rodger var hampað sem hetju innan Incel-samfélagsins eftir árásina og varð hreyfingin enn herskárri fyrir vikið. Samfélagsmiðilinn Reddit neyddist til að mynda til að loka virku Incel-spjallsvæði á miðlinum vegna ítrekaðra hótana og hatursfullrar orðræðu sem barst frá kynferðislega sveltum notendum svæðisins. Færsla Minassian, þess sem grunaður er um verknaðinn í Toronto á mánudag, ber þess merki að hann hafi verið hluti af Incel-hreyfingunni og því ekki útilokað að kynferðisleg gremja búi að baki árásinni - rétt eins og í tifelli hins dýrkaða Rodger árið 2014. Engu að síður hafa stjórnendur aðal Incel-spjallborðsins þvertekið fyrir það að Minassian hafi verið þátttakandi í hreyfingunni. Hann hafi til að mynda aldrei birt eina einustu færslu á vefsvæðinu. Þrátt fyrir nýtur það Minassian stuðnings á síðunni. Einn notenda hennar hrósar honum til að mynda fyrir ódæðið - flestir strákanna á síðunni séu kannski stórir á bakvið lyklaborðið en láti ekki verkin tala, eins og Minassian. Hann hefur nú verið ákærður fyrir 10 morð og 13 morðtilraunir.Hér að neðan má heyra umræður í útvarpsþættinum Harmageddon um kynferðislega gremju árásarmannsins. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 13 særðust, birtist óhugnanleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. Í færslunni er vísað til annars fjöldamorðingja, Elliot Rodger, sem skaut sex til bana og særði 13 í Isla Vista í Kaliforníu árið 2014. Í færslunni var einnig talaði með herskáum hætti um byltingu hinnar svokölluðu „Incel“-hreyfingar. Facebook-reikningi Minassian hefur nú verið lokað og lögreglan í Toronto reynir enn að átta sig á því hvað vakti fyrir árásarmanninum. Engu að síður virðist færslan á vegg Minassian tengja hann við fyrrnefnda hreyfingu - hreyfingu sem hvílir á kynferðislegri gremju tugþúsunda karlmanna og leitt hefur til djúpstæðs kvenhaturs á netinu.Þetta er færslan sem hinn grunaði birti á Facebook skömmu fyrir árásina.Í umfjöllun Guardian um málið er „Incel“ sagt vera stytting á „involuntary celibate,“ það er að segja sá sem er „þvingaður til skírlífis.“ Þeir sem samsama sig við þessa skilgreiningu eru nær alfarið karlmenn. Á helsta spjallssvæði Incel-hreyfingarinnar er hún skilgreind sem samansafn fólks sem „getur ekki stundað kynlíf þrátt fyrir að það langi til þess.“ Að sama skapi sé þessum einstaklingum neitað um ánægjuna sem hlýst af rómantískum samböndum.Sjá einnig: Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morðStuðningsmenn hreyfingarinnar reiða sig á internetið þar sem þeir leita að stuðningi frá nafnlausum þjáningarbræðrum sínum. Á netinu hafa þeir þróað með sér sjálfsmynd sem byggir á því að heimurinn halli með ósanngjörnum hætti á „vandræðalega og ómyndarlega gagnkynhneigða karlmenn.“ Margir þeirra, að sögn Guardian, hafa því tileinkað sér þá skoðun að heimurinn „skuldi þeim“ kynlíf - hugmynd sem leitt hefur marga Incel-menn í ógöngur.Það er meðal þess sem kom fram í yfirlýsingu fyrrnefnds Elliot Rodger, skömmu áður en hann réðst til atlögu í Isla Vista. Í yfirlýsingunni tók hann skýrt fram að árásin hvíldi á öllum þeim höfnunum sem hann hafði orðið fyrir frá hinu kyninu. Það væri með öllu ótækt að hann væri 22 ára gamall og ennþá hreinn sveinn.Elliot Rodger er í guðatölu innan Incel-hreyfingarinnar.Rodger var hampað sem hetju innan Incel-samfélagsins eftir árásina og varð hreyfingin enn herskárri fyrir vikið. Samfélagsmiðilinn Reddit neyddist til að mynda til að loka virku Incel-spjallsvæði á miðlinum vegna ítrekaðra hótana og hatursfullrar orðræðu sem barst frá kynferðislega sveltum notendum svæðisins. Færsla Minassian, þess sem grunaður er um verknaðinn í Toronto á mánudag, ber þess merki að hann hafi verið hluti af Incel-hreyfingunni og því ekki útilokað að kynferðisleg gremja búi að baki árásinni - rétt eins og í tifelli hins dýrkaða Rodger árið 2014. Engu að síður hafa stjórnendur aðal Incel-spjallborðsins þvertekið fyrir það að Minassian hafi verið þátttakandi í hreyfingunni. Hann hafi til að mynda aldrei birt eina einustu færslu á vefsvæðinu. Þrátt fyrir nýtur það Minassian stuðnings á síðunni. Einn notenda hennar hrósar honum til að mynda fyrir ódæðið - flestir strákanna á síðunni séu kannski stórir á bakvið lyklaborðið en láti ekki verkin tala, eins og Minassian. Hann hefur nú verið ákærður fyrir 10 morð og 13 morðtilraunir.Hér að neðan má heyra umræður í útvarpsþættinum Harmageddon um kynferðislega gremju árásarmannsins.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09 Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásarmaðurinn í Toronto ákærður fyrir morð Á Facebook-síðu sem er talin vera morðingjans lofaði hann mann sem myrti fólk við Kaliforníuháskóla árið 2014. 24. apríl 2018 15:09
Viljaverk og mögulega hryðjuverk Kanadíska lögreglan yfirheyrir nú ökumann sendiferðabifreiðarinnar sem ók í gegnum mannþröng á götum Toronto í gær. Tíu eru látnir og fimmtán liggja sárir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bílnum. 24. apríl 2018 06:51