Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 16:50 Bandarískir þingmenn fögnuðu Macron þó að boðskapur hans virtist ekki fara vel í þá alla. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018 Loftslagsmál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018
Loftslagsmál Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira