Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 16:50 Bandarískir þingmenn fögnuðu Macron þó að boðskapur hans virtist ekki fara vel í þá alla. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018 Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018
Loftslagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Sjá meira