NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:00 Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira