Bæjarstjóri segir enga formlega ákvörðun liggja fyrir um landfyllingu Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 25. apríl 2018 23:44 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn. Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.
Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52