Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið aukaframlög Íslands í neyðaraðstoð til bágstaddra Sýrlendinga. Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu verður 75 milljónum bætt við framlög Íslands á tveimur árum, umfram þær 800 milljónir sem áður hafði verið heitið.
Áætlað er að yfir þrettán milljónir Sýrlendinga þurfi á neyðaraðstoð og vernd að halda vegna hörmunga borgarastyrjaldarinnar sem þar geisar. Tæplega sjö milljónir manna eru á vergangi í landinu og 5,6 milljónir manna hafa flúið til annarra landa.
„Sýrlenska þjóðin hefur búið við þjáningar í sjö ár og horft á hundruð þúsunda falla í valinn,“ sagði Guðlaugur Þór á Sýrlandsráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Brussel sem nú stendur yfir. „Við skorum á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að rísa undir áskoruninni og finna leiðir til lausnar.“
Guðlaugur Þór skorar á öryggisráðið

Tengdar fréttir

Sagði afstöðu íslenskra yfirvalda til árásanna mjög misvísandi
Fundur utanríkismálanefndar og utanríkisráðherra hófst í Alþingishúsinu um klukkan 20 í kvöld.

Segir alvarlegt ósamræmi um stuðning Íslands við árásir
Þingmaður Pírata bendir á að Nató og íslenskum ráðamönnum beri ekki saman um hvort íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi við loftárásirnar í Sýrlandi.

Öryggisráðið hafi brugðist skyldu sinni gagnvart Sýrlandi
Segja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist Sýrlandi.