Hefur tvisvar misst aleiguna í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. apríl 2018 20:30 Ragnheiður Benediktsdóttir.missti aleiguna í brunanum í Miðhrauni. Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19