Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúans Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, var ein af sprautunum í því að setja á stofn samtök um varðveislu Sundhallarinnar. Samtökin mótmæltu fyrirhuguðu niðurrifi fyrir utan höllina í febrúar á þessu ári. Vísir/eyþór Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur sent bæjarstjórn Reykjanesbæjar bréf þar sem athugasemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytingar fyrir Framnesveg 9 og 11. Á Framnesvegi 9 stendur Sundhöllin í Keflavík. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Miklar deilur hafa staðið um hvort rífa eigi Sundhöllina líkt og nýsamþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir, en húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni.Mögulegt vanhæfi nefndarmanns, Unu Maríu Unnarsdóttur, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og Fréttablaðið greindi frá 22. mars síðastliðinn, er gert að umræðuefni í bréfinu. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarstjórnarinnar vegna meints vanhæfis eigi síðar en 9. maí næstkomandi, áður en stofnunin tekur afstöðu til vanhæfisins og hvort nýtt deiliskipulag standist lög. Forsaga málsins er sú að bæjarstjórn Reykjanesbæjar staðfesti þann 20. mars ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins um nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að Sundhöllin verði rifin. Tveir fulltrúar í ráðinu greiddu atkvæði gegn deiliskipulaginu, en þrír voru fylgjandi, þar á meðal Una María.Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Sundhöllin og lóðirnar við Framnesveg 9 og 11 eru í eigu föðurbróður Unu Maríu, Halldórs Ragnarssonar, og sonar hans, Heiðars Halldórssonar, og ljóst að frændur hennar áttu hagsmuna að gæta í málinu.Húsnæði Sundhallarinnar stendur við Framnesveg 9 í Keflavík. Lóðirnar eru í eigu feðga sem ætla í framkvæmdir.Una María svaraði þessari gagnrýni í fyrri frétt blaðsins um málið og sagðist hafa setið hjá í öllum málum er vörðuðu frændur hennar fram til umræddrar atkvæðagreiðslu, sem réð úrslitum um samþykkt hins nýja deiliskipulags og þar af leiðandi framtíðar Sundhallarinnar. Hins vegar hafi hún síðar aflað sér lögfræðiálits um meint vanhæfi og komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vanhæfi að ræða. Þannig vísaði hún til 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að sveitarstjórnarmaður sé vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar við ákvörðunartöku. „Það á bara við um foreldra, börn eða systkin og þar af leiðandi telst ég ekki vanhæf í þessu máli,“ sagði Una María. Skipulagsstofnun vísar hins vegar í 2. mgr. sömu greinar um að sveitarstjórnarmanni, nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt megi ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Í bréfinu segir að á þetta ákvæði reyni í málinu, en ekki það sem Una María ber fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Hollvinasamtök leggja fram kæru Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun. 26. mars 2018 06:00
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25
Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess. 22. mars 2018 06:00