Um 200 geymslurými voru í húsnæðinu og var eyðileggingin mikil. Nokkrum munum tókst að bjarga og er eigendanna leitað. Í albúminu, sem má skoða með því að smella hér, má sjá myndir af þeim munum sem tókst að bjarga. Þar eru meðal annars VHS spólur en annars eru munirnir flestir gamlar ljósmyndir.
Þeir sem til þekkja geta haft samband við Vís í gegnum netfangið vis@vis.is.


