Undirstrikar að framboð á vændi er verulegt og heldur áfram að aukast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 14:36 Snorri Birgisson er lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fer fyrir mansalsteymi hennar. Vísir/Anton Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi. Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeir níu einstaklingar sem fengu viðvörun frá lögreglu í vikunni vegna þess að þeir voru að auglýsa vændisstarfsemi sína hafi allt verið erlendir ríkisborgarar. Ólöglegt er að auglýsa vændi. Þá eru kaup á vændi einnig ólögleg og voru tveir kærðir fyrir það, einn Íslendingur og útlendingur með fasta búsetu hér. Um var að ræða átak sem var hluti af námskeiði innan lögreglunnar þar sem sænskir lögreglumenn komu hingað til lands með fræðslu um rannsóknir vændismála og aðgerðir tengdar þeim. Lögreglumenn frá öllum lögregluembættum landsins sátu námskeiðið og tóku þátt í átakinu þar sem afskipti voru höfð af ellefu einstaklingum vegna vændis. Vændið fór fram í leiguíbúðum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og vissu eigendur íbúðanna ekki af því. Snorri segir að þessar aðgerðir lögreglunnar nú undirstriki að framboð á vændi er verulegt hér á landi.Dæmi um að fólk flakki á milli Norðurlandanna til að stunda vændi „Þetta hefur aukist og er að aukast þannig að þetta undirstrikar það sem við höfum bent á. Þessi markaður hefur færst út af hótelherbergjum og út í íbúðahverfin og í þessum tilfellum miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Snorri. Íbúðirnar hafi verið bókaðar í gegnum bókunarsíður á netinu en aðspurður hvort að einstaklingar séu þá að koma hingað í stuttan tíma til þess að stunda vændi segir Snorri að sumir komi hingað í fjóra til fimm daga og aðrir dvelji hér í allt að tvær vikur. „En kannski ekki mikið lengur en það. En við vitum það náttúrulega að þessir einstaklingar, og þeir greina frá því, að þeir flakka á milli Norðurlandanna. Við ræddum núna við aðila sem hafa verið hér áður,“ segir Snorri. Hann segir að allir þessi níu einstaklingar sem voru að auglýsa vændi á netinu hafi sagst vera sjálfstæðir og vildu þeir enga aðstoð þiggja. Þeim var bent á að auglýsingarnar væru ólöglegar og því beint til þeirra að loka síðunum, ella yrðu þeir kærðir fyrir brot á vændislöggjöfinni. Aðspurður hvernig tekið hafi verið í þessar viðvaranir segir Snorri að sumir hafi tekið þessu vel og eytt auglýsingunum strax en aðrir hafi séð þann kost að fara einfaldlega úr landi.
Tengdar fréttir Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Höfðu afskipti af ellefu manns vegna vændis Lögreglan hafði afskipti af ellefu manns í vikunni vegna sölu og kaups á vændi og voru tveir kærðir vegna gruns um vændiskaup. 27. apríl 2018 13:52