Útilokar ekki að snúa aftur í pólitík Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. apríl 2018 07:15 "Ég hætti í stjórnmálum af því ég var ekki nógu góður hrossakaupamaður.“ Fréttablaðið/Stefán Blaðamaður hitti Gísla Martein á kaffihúsinu á Melhaga sem hann átti þátt í að stofna og heitir einfaldlega Kaffihús Vesturbæjar. Kaffihúsið er þéttsetið þennan daginn eins og flesta aðra og óhætt er að segja að það hafi lífgað upp á Vesturbæinn. „Ég held að ekkert sem ég gerði á mínum ferli í borgarstjórn, sem var yfir áratugur, hafi haft jafn mikil áhrif á borgina og opnun þessa kaffihúss. Þannig að maður getur haft góð áhrif á samfélag sitt án þess að vera kjörinn borgarfulltrúi,“ segir Gísli Marteinn. Hann stjórnar hinum vinsæla spjallþætti Vikan með Gísla Marteini á RÚV en þátturinn er nýkominn í sumarfrí. „Það er algjörlega frábært að stjórna þætti eins og þessum og vera í þeirri stöðu að geta kallað til viðtals áhugavert fólk sem hefur eitthvað fram að færa. Með því hefur maður einhver áhrif á þjóðmálaumræðuna,“ segir hann. Blaðamaður hefur orð á því að það hljóti að vera mikill munur á því að starfa í sjónvarpi og vera í pólitík. Gísli Marteinn svarar því með samblandi af glettni og alvöru: „Það er mikill munur að koma úr stjórnmálunum yfir í sjónvarpið af því samstarfs- og yfirmennirnir þar eru að vinna með manni og róa í sömu átt en eru ekki að reyna að bregða fyrir mann fæti eins og er lenskan í stjórnmálunum, bæði flokka á milli og innan flokka. Það er ótrúlega mikið betra fyrir sálarlífið.“Óopinber borgarfulltrúi Af hverju hættirðu í stjórnmálum? „Að hluta til vegna þess hversu gaman mér finnst að vinna í sjónvarpi. En það var líka vegna þess að þrátt fyrir að borgarmálin brenni á mér þá fannst mér það vera orðin vond staða að vera aðallega farinn að rífast við samherja mína innan Sjálfstæðisflokksins. Það stefndi í of mikil persónuleg átök og jafnvel illindi, sem mig langaði ekki til að standa í. Mig langaði þá og langar enn að gera borgina betri. Við þurfum borgarfulltrúa sem þykir vænna um Reykjavík en flokkinn sinn. Mér þótti miklu vænna um Reykjavík en Sjálfstæðisflokkinn, en mér fannst eins og mörgum þar þætti miklu vænna um Sjálfstæðisflokkinn en Reykjavík. Þetta gildir líka í landsmálunum. Það eru stjórnmálamenn á Alþingi sem þykir miklu vænna um flokkinn sinn en þjóðarhag. Mér finnst í vaxandi mæli að við þurfum að finna stjórnmálafólkið sem þykir vænna um þjóðarhag en flokkana sína.“ Svo fannst mér líka að ég væri farinn að vera hálfgerður aktívisti í alls konar málum þegar stjórnmálamenn eiga ekki nauðsynlega að vera þar fremstir í flokki eða róttækastir. Þjóðfélagið er líka orðið miklu valddreifðara og auðvelt að hafa áhrif til góðs í gegnum ýmiss konar hverfasamtök, foreldrafélög, skokkhópa eða Facebook-grúppur. Ég er í nokkrum samtökum sem berjast fyrir því að Vesturbærinn verði betri og hef verið virkur í samtökum um bíllausan lífsstíl, svo ég nefni eitthvað. Það er ótrúlega gott að finna frelsið sem fylgir því að geta sagt nákvæmlega það sem manni finnst um alla hluti og tekið þátt í störfum hópa sem eru að berjast fyrir góðum málum, þótt róttæk séu. Það er gaman að þurfa ekkert að passa sig, eins og stjórnmálamenn gera sífellt, heldur geta sagt sannleikann beint út. Ég hef í gríni sagt að ég sé óopinber borgarfulltrúi, því mér finnst að allir eigi að vera góðir fulltrúar borgarinnar og taka þátt í að gera hana betri.“Hefði gert fullt af mistökumÞig hlýtur á tímabili að hafa dreymt um að verða borgarstjóri? „Það voru auðvitað ýmsar kannanir sem sögðu mér og öðrum að ég yrði næsti borgarstjóri. Ég reyndi að láta það ekki stíga mér til höfuðs. Það var prófkjör milli mín og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Hann vann og varð borgarstjóri og í hönd fór mikið glundroða kjörtímabil sem varð til þess, ásamt öðru, að Besti flokkurinn sigraði með hinni ágætu ábendingu: Við getum varla verið verri en þau sem hafa verið að stjórna á þessu kjörtímabili.“Sagðirðu Vilhjálmi að þér þætti hann ekki góður borgarstjóri? „Það lá ljóst fyrir frá því í prófkjörinu að ég taldi hann ekki vera rétta manninn til að leiða borgina í nýja tíma, og já, ég sagði það við hann. Það var aldrei neitt illt á milli okkar og við gátum alltaf talað saman,“ segir Gísli Marteinn. Hann nefnir REI-málið sem kom upp í október 2007 og snerist um sölu og kaup á Reykjavík Energy Invest og varð til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borginni féll. „Þegar ég og fleiri stoppuðum REI-málið, sem ég er enn mjög stoltur af, þá voru Vilhjálmur og stuðningsmenn hans fljótir að segja að það væri vegna þess að ég væri tapsár. Það var ekki rétt. Jafn furðulegt og það er þá var ég ekki svekktur yfir að hafa tapað prófkjörinu. Við Vala fórum heim þegar úrslitin lágu fyrir og opnuðum kampavín. Ekki af því okkur langaði að tapa, heldur af því við vissum að fórnirnar fyrir stóru embættin geta verið miklar og fyrst þetta fór svona sáum við fram á einfaldari, innihaldsrík og skemmtileg ár fram undan, sem varð raunin.“Hvernig borgarstjóri heldurðu að þú hefðir orðið? „Ég hefði verið ágætur, vona ég. Ég held samt eftir á að hyggja að ég hafi ekki verið alveg tilbúinn. Ef ég hefði orðið borgarstjóri á þessum tíma þá hefði ég gert fullt af mistökum sem ég hefði hugsanlega þurft að sjá eftir lengi. Ég hefði kannski líka fallið í þá gryfju að sitja fastur við minn keip og líta á alla sem gagnrýndu mig sem óvini og forherðast í afstöðu minni. Á þessum tíma var ég ekki búinn að öðlast nógu mikla reynslu og sýn á borgarmálin. Varðandi borgarskipulag þá var ég kominn með margar grunnhugmyndir mínar, eins og að það ætti að byggja í Vatnsmýri sem er langstærsta hagsmunamálið fyrir Reykjavík, til dæmis margfalt stærra en það hvort við erum inni í ESB eða ekki. Ég var þá á þeirri skoðun að ekki ætti að byggja í Úlfarsfelli heldur frekar meðfram ströndinni og hef alveg haldið mig við það. Ég talaði frá byrjun fyrir öðrum samgöngum en einkabílnum, en ég vildi mislæg gatnamót sem ég sá sem stórkostlegt verkfræðiundur, og hugsaði of lítið um nærumhverfið. Það sama á við um alls konar hluti í sambandi við umhverfismál, þéttingu byggðar og úthverfi sem ég síðar meir, með reynslu og menntun, öðlaðist betri sýn á. Ég held að það hefði verið krefjandi að ætla að læra þá hluti alla sitjandi í borgarstjórastól. Ég fór í skemmtilegt embætti sem formaður umhverfis- og samgönguráðs sem eru akkúrat þau mál sem hafa átt hug minn síðan. Ég lærði mikið þar, las allar skýrslur. Ég fór í mastersnám í borgarfræðum og síðan tók ég líka eitt ár í Harvard við að rannsaka borgir. Það og að vera borgarfulltrúi í tíu ár opnaði mér nýjar víddir í þessum málum. Ég einfaldlega breytti um skoðun þar sem ég sá að ég hafði verið að fara villur vegar.“„Það er ótrúlega gott að finna frelsið sem fylgir því að geta sagt nákvæmlega það sem manni finnst um alla hluti,“ segir Gísli Marteinn.Fréttablaðið/StefánHafa pólitískar skoðanir þínar þá gjörbreyst í gegnum árin? „Það er ekki eins og það hafi orðið kúvending í lífssýn minni. Ég trúi til dæmis mjög á einstaklinginn og einstaklingsframtakið. Ég trúi ekki á mikla forræðishyggju. Það má kalla mig frjálshyggjumann út frá því. Ég er samt sem áður líka með sterkar félagslegar áherslur. Þetta samfélag sem Reykjavíkurborg er á að horfa til þeirra sem hafa það verst en ekki trufla þá sem vilja sækja fram.“ Barinn með landsfundarályktunumÞað er ekki hægt að neita því að þú varðst fyrir gagnrýni frá eigin flokksmönnum vegna skoðana þinna, til dæmis þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýri. Varstu of sjálfstæður fyrir flokkinn? „Ég hef alltaf litið þannig á að borgarbúar feli fulltrúum sínum í borgarstjórn að reka borgina á sem skynsamlegastan hátt í þau fjögur ár sem þau sitja í embætti. Borgarfulltrúarnir eiga ekki að vera neinum bundnir nema sannfæringu sinni um það hvernig best er að hafa þessa borg, allt frá göngustígum yfir í leikskóla og grunnskóla yfir í velferðarmálin og umsjón með elsta fólkinu okkar. Margir sem starfa inni í flokkunum líta ekki á það þannig heldur líta svo á að borgarfulltrúarnir séu fulltrúar flokkanna. Nokkrir einstaklingar innan hverfafélaganna og annars staðar vildu stöðugt berja mig til hlýðni með landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins og sögðu að ég yrði að fara eftir þeim en ekki eigin sannfæringu, til dæmis varðandi það að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Hvað eftir annað benti ég þeim á að það væri beinlínis tekið fram í stjórnarskránni að kjörnir fulltrúar mættu ekki fylgja neinum reglum frá kjósendum sínum, einungis fylgja eigin sannfæringu, sem í mínu tilviki lá mjög skýrt fyrir þegar ég var kosinn í prófkjörum og kosningum. Það er mjög vont fyrir stjórnmálin ef menn upplifa sig sem slíka flokkshesta að þeir greiði atkvæði eins og hverfafélög eða landsfundir skipa þeim að gera. Mín reynsla er sú að inni í hverfafélögum, bæði í Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum, séu mestu öfgaskoðanirnar. Þessi hópur er ekki í mjög góðum tengslum við hinn almenna borgara sem er yfirleitt frekar öfgalaus og skynsöm persóna. Ég get tekið sem dæmi að í hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins var mikil andstaða við moskuna en við, kjörnu fulltrúarnir, neituðum flest að láta þá andstöðu breyta skoðunum okkar. Það á að gera þá kröfu á kjörna fulltrúa að þeir fylgi eigin sannfæringu.“Að gera hið réttaHvernig líst þér á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni? „Ég hef borið mig sérstaklega eftir því að hlusta á skoðanir þeirra sem eru á listanum og þar eru margir einstaklingar með skoðanir sem mér finnst vera góðar og til heilla fyrir borgina. Ég get nefnt Hildi Björnsdóttur sem er í öðru sæti, sem hefur frjálslyndar og framsýnar hugmyndir um Reykjavík að mínu mati. En fingraför þess hóps sem Dagur B. Eggertsson kallaði Morgunblaðsarm Sjálfstæðisflokksins eru mjög sterk á þessum lista. Það er erfitt að tala um listann sem eina heild því ég held að það séu býsna ólíkar skoðanir innan hans.“Finnst þér Dagur B. Eggertsson hafa staðið sig vel sem borgarstjóri? „Já, ég tel að síðustu þrír borgarstjórar í Reykjavík hafi verið mjög góðir, Dagur, Jón Gnarr og Hanna Birna. Betri en þeir sem á undan voru. Þau koma úr þremur ólíkum flokkum en settu öll borgina í fyrsta sæti og borgin hefur þróast í rétta átt á þessum tíma, þótt ég myndi reyndar vilja sjá stórstígari framfarir. Mér finnst Dagur hafa verið sjálfum sér líkur. Hann hefur verið duglegur og ég held að hann hafi gert vel í því að halda þessari samsteypustjórn í borginni saman. Það var meiri glundroði hjá okkur Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum árið 2007 heldur en hjá þessum fjórum flokkum sem nú eru í meirihluta í borginni. Þau hafa að sumu leyti afsannað glundroðakenninguna gömlu. Stóri árangurinn fannst mér hins vegar nást á síðasta kjörtímabili, undir stjórn Jóns Gnarr, þegar samþykkt var nýtt aðalskipulag Reykjavíkur, sem ég held að sé merkilegasta aðalskipulag sem hefur verið samþykkt í Reykjavík síðan 1927. Ég vann að þessu aðalskipulagi og er mjög stoltur af því. Þessi meirihluti hefur unnið vel samkvæmt því aðalskipulagi, eins og vera ber, enda á aðalskipulagið að vera eins konar stjórnarskrá og leiðarljós til lengri tíma.“Hvernig finnst þér meirihlutinn í borginni hafa staðið sig í málum sem þú lætur þig varða? „Flest það sem ógnvaldurinn Holu-Hjálmar er gagnrýndur fyrir er ég mjög ánægður með. Ég hef beinlínis kallað eftir „aðförinni gegn einkabílnum“ eins og andstæðingar hennar kalla nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég vil meira rými fyrir gangandi og hjólandi og betri almenningssamgöngur. Bíllinn mun áfram eiga sitt pláss þótt hann verði ekki einráður eins og hingað til. Mér finnst hlægileg þessi hystería í sumum bílaeigendum um að þeir séu einhvers konar ofsóttur minnihlutahópur. Helmingur borgarlands fer undir bíla og borgin hefur algjörlega verið skipulögð fyrir þeirra hagsmuni. Í áratugi hefur verið aðför að öllum öðrum ferðamátum en einkabílnum. Það er kominn tími til að snúa því við. Þeir sem fara sinna ferða öðruvísi en á bílum eru í stórhættu vegna bílanna og anda að sér stórmenguðu lofti. 80 manns deyja á ári af völdum loftmengunar í Reykjavík, sem er tölfræði sem menn virðast ekki meðtaka. Ef 80 manns myndu deyja af einhverjum öðrum orsökum þá væri hér allt á hvolfi við að laga það, en enginn gerir neitt róttækt í málinu. Fólk skrifar bara skýrslur um það hvað á að gera árið 2030. Í erlendum borgum er alls staðar verið að taka risaskref við að þrengja að bílnum til að opna svæði fyrir gangandi og bæta loftgæði. Hér hafa því miður bara verið tekin hænuskref. Ég gagnrýni meirihlutann mjög fyrir linkind í málum þar sem hann er einmitt harkalega gagnrýndur fyrir að vera allt of öfgafullur. Þegar ég hitti borgarfulltrúa meirihlutans á förnum vegi segja þau: Þú sérð hvernig bílaeigendur sækja að okkur úr öllum áttum og svo ert þú að biðja okkur um að vera enn harðari gagnvart þeim. Ég segi: Já, vegna þess að það er hið rétta. Í stjórnmálum eiga menn að gera hið rétta. Það var það sem var svo gott við Besta flokkinn sem starfaði í eitt kjörtímabil og lagði sig svo niður. Hann þurfti ekkert að hugsa um endurkjör, heldur gat bara fylgt hjartanu.“Hafnaði sæti á listaÞú hefur gríðarlegan áhuga á borgarmálum. Var einhver flokkur sem bauð þér sæti á lista sínum fyrir borgarstjórnarkosningarnar? „Ég get ekki neitað því. Fleiri en einn flokkur orðaði það við mig hvort ég vildi taka sæti á lista en ég sagði strax nei. Ég stóðst meira að segja freistinguna að láta ganga á eftir mér.“Viltu segja mér nöfn á þessum flokkum? „Nei, ég virði trúnað.“Finnst þér líklegt að þú eigir eftir að fara aftur út í pólitík? „Mér finnst það langt frá því óhugsandi. Ég er alveg spenntur fyrir því en er þó ekkert að stefna að því. Borgarstjórn yrði þá fyrir valinu vegna þess að þau mál brenna á mér. Ég fann enga knýjandi þörf hjá mér að þessu sinni. Mér líður mjög vel á RÚV og þar finnst mér að ég sé í hinu fullkomna starfi. Í frítíma mínum er ég að stússast í áhugamálum mínum. Ég var ekki tilbúinn að fórna öllu þessu til að fara í borgarstjórn, eins frábært starf og það er. Því fer hins vegar fjarri að ég sé búinn að missa áhugann á borgarmálum, ég er allan daginn að hugsa um þau. Ég er samt ekki viss um að ég myndi rekast vel í flokki. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á borgarmálunum og hætti í stjórnmálum af því ég var ekki nógu góður hrossakaupamaður. Ég vildi ekki gefa afslátt og segja: Þú færð þessi mislægu gatnamót ef ég fæ þennan hjólastíg. Ég er bara á móti mislægum gatnamótum, alveg sama hvað ég fæ í staðinn! Eins og ég sagði við formann eins flokks sem vildi fá mig á lista fyrir þessar borgarstjórnarkosningar: Daginn eftir að ég segi já kem ég í fjölmiðla og segi eitthvað róttækt sem gerir allt vitlaust og þá hringir þú og segir við mig: Þú verður að tóna þetta aðeins niður. En ég er bara ekki til í að tóna neitt niður.“Ertu enn þá Sjálfstæðismaður? „Ég er ekki í flokknum. Ég skráði mig úr honum þegar ég byrjaði í sjónvarpinu. Mér fannst það sjálfsagt.“Ætlarðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum? „Ég ætla að bera fyrir mig hlutleysisreglu fjölmiðlafólks og ekki segja þér hvað ég kýs.“En það er ekki öruggt að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er alls ekkert öruggt.“Ekki Eurovision-nörd Föstudagsþáttur Gísla hefur kvatt í bili en mun væntanlega snúa aftur á skjá landsmanna í haust. Næsta verkefni Gísla Marteins er að vera kynnir í Eurovision-keppninni í Portúgal. Eftir það tekur við frí með fjölskyldunni, eiginkonunni Völu Káradóttur og dætrum þeirra Elísabetu Unni og Vigdísi Freyju. „Fyrir tíu árum fórum við fjölskyldan í hjólreiðaferð um Búrgundarhérað í Frakklandi og ákváðum þá að endurtaka leikinn eftir áratug. Nú í sumar förum við á sömu slóðir.“ Spurður hvort hann sé mikill fjölskyldumaður segir hann svo vera: „Við búum í 100 fermetra íbúð þannig að stelpurnar þurfa mikið að vera inni í stofu með okkur. Við fjögur erum góð eining.“ Vert er að nefna hundinn Tinna sem er órjúfanlegur hluti af fjölskyldunni og vitanlega nefndur í höfuðið á hinum eina sanna Tinna sem er æskuhetja Gísla Marteins. „Ég hef alltaf verið mikill Tinna-aðdáandi og eins og fleiri krakkar sem lásu Tinna hef ég kannski séð mig að einhverju leyti í honum,“ segir Gísli Marteinn sem fyrr á þessu ári gerði vinsæla útvarpsþætti um þessa hetju sína. Um þessa helgi flýgur Gísli Marteinn til Portúgal vegna Eurovision-söngvakeppninnar. Þegar blaðamaður kallar Gísla Martein Eurovision-nörd segir hann staðreyndina vera þá að það sé hann alls ekki. „Árið 1999 varð úr að ég færi með til Jerúsalem að kynna keppnina og þá varð Selma Björnsdóttir í öðru sæti. Ég var í þessu starfi til 2005. Þegar ég kom svo aftur til baka í sjónvarpið þá var ég sjanghæjaður í þetta á nýjan leik. Ég vissi í rauninni ekkert um Eurovison þegar ég byrjaði sem kynnir í keppninni. Núna veit ég allt um keppnirnar sem ég lýsti en þegar kemur að þeim sem ég lýsti ekki, þá er ég bara eins og hver annar Íslendingur sem hefur gaman af að sitja fyrir framan sjónvarpið. Eurovision er eins og fyrsta partí sumarsins, vinir bjóða heim og það er grillað. Mér finnst það óskaplega gaman. Í ár verður jafn gaman og alltaf og Ari mun verða landi og þjóð til sóma. Það er lykilatriði að menn taki Eurovision ekki of alvarlega. Um leið og menn taka keppnina of alvarlega þá er hún dauð. Menn verða að hafa húmor fyrir keppninni og muna að þetta er skemmtun. Til þess er leikurinn gerður.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Blaðamaður hitti Gísla Martein á kaffihúsinu á Melhaga sem hann átti þátt í að stofna og heitir einfaldlega Kaffihús Vesturbæjar. Kaffihúsið er þéttsetið þennan daginn eins og flesta aðra og óhætt er að segja að það hafi lífgað upp á Vesturbæinn. „Ég held að ekkert sem ég gerði á mínum ferli í borgarstjórn, sem var yfir áratugur, hafi haft jafn mikil áhrif á borgina og opnun þessa kaffihúss. Þannig að maður getur haft góð áhrif á samfélag sitt án þess að vera kjörinn borgarfulltrúi,“ segir Gísli Marteinn. Hann stjórnar hinum vinsæla spjallþætti Vikan með Gísla Marteini á RÚV en þátturinn er nýkominn í sumarfrí. „Það er algjörlega frábært að stjórna þætti eins og þessum og vera í þeirri stöðu að geta kallað til viðtals áhugavert fólk sem hefur eitthvað fram að færa. Með því hefur maður einhver áhrif á þjóðmálaumræðuna,“ segir hann. Blaðamaður hefur orð á því að það hljóti að vera mikill munur á því að starfa í sjónvarpi og vera í pólitík. Gísli Marteinn svarar því með samblandi af glettni og alvöru: „Það er mikill munur að koma úr stjórnmálunum yfir í sjónvarpið af því samstarfs- og yfirmennirnir þar eru að vinna með manni og róa í sömu átt en eru ekki að reyna að bregða fyrir mann fæti eins og er lenskan í stjórnmálunum, bæði flokka á milli og innan flokka. Það er ótrúlega mikið betra fyrir sálarlífið.“Óopinber borgarfulltrúi Af hverju hættirðu í stjórnmálum? „Að hluta til vegna þess hversu gaman mér finnst að vinna í sjónvarpi. En það var líka vegna þess að þrátt fyrir að borgarmálin brenni á mér þá fannst mér það vera orðin vond staða að vera aðallega farinn að rífast við samherja mína innan Sjálfstæðisflokksins. Það stefndi í of mikil persónuleg átök og jafnvel illindi, sem mig langaði ekki til að standa í. Mig langaði þá og langar enn að gera borgina betri. Við þurfum borgarfulltrúa sem þykir vænna um Reykjavík en flokkinn sinn. Mér þótti miklu vænna um Reykjavík en Sjálfstæðisflokkinn, en mér fannst eins og mörgum þar þætti miklu vænna um Sjálfstæðisflokkinn en Reykjavík. Þetta gildir líka í landsmálunum. Það eru stjórnmálamenn á Alþingi sem þykir miklu vænna um flokkinn sinn en þjóðarhag. Mér finnst í vaxandi mæli að við þurfum að finna stjórnmálafólkið sem þykir vænna um þjóðarhag en flokkana sína.“ Svo fannst mér líka að ég væri farinn að vera hálfgerður aktívisti í alls konar málum þegar stjórnmálamenn eiga ekki nauðsynlega að vera þar fremstir í flokki eða róttækastir. Þjóðfélagið er líka orðið miklu valddreifðara og auðvelt að hafa áhrif til góðs í gegnum ýmiss konar hverfasamtök, foreldrafélög, skokkhópa eða Facebook-grúppur. Ég er í nokkrum samtökum sem berjast fyrir því að Vesturbærinn verði betri og hef verið virkur í samtökum um bíllausan lífsstíl, svo ég nefni eitthvað. Það er ótrúlega gott að finna frelsið sem fylgir því að geta sagt nákvæmlega það sem manni finnst um alla hluti og tekið þátt í störfum hópa sem eru að berjast fyrir góðum málum, þótt róttæk séu. Það er gaman að þurfa ekkert að passa sig, eins og stjórnmálamenn gera sífellt, heldur geta sagt sannleikann beint út. Ég hef í gríni sagt að ég sé óopinber borgarfulltrúi, því mér finnst að allir eigi að vera góðir fulltrúar borgarinnar og taka þátt í að gera hana betri.“Hefði gert fullt af mistökumÞig hlýtur á tímabili að hafa dreymt um að verða borgarstjóri? „Það voru auðvitað ýmsar kannanir sem sögðu mér og öðrum að ég yrði næsti borgarstjóri. Ég reyndi að láta það ekki stíga mér til höfuðs. Það var prófkjör milli mín og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Hann vann og varð borgarstjóri og í hönd fór mikið glundroða kjörtímabil sem varð til þess, ásamt öðru, að Besti flokkurinn sigraði með hinni ágætu ábendingu: Við getum varla verið verri en þau sem hafa verið að stjórna á þessu kjörtímabili.“Sagðirðu Vilhjálmi að þér þætti hann ekki góður borgarstjóri? „Það lá ljóst fyrir frá því í prófkjörinu að ég taldi hann ekki vera rétta manninn til að leiða borgina í nýja tíma, og já, ég sagði það við hann. Það var aldrei neitt illt á milli okkar og við gátum alltaf talað saman,“ segir Gísli Marteinn. Hann nefnir REI-málið sem kom upp í október 2007 og snerist um sölu og kaup á Reykjavík Energy Invest og varð til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í borginni féll. „Þegar ég og fleiri stoppuðum REI-málið, sem ég er enn mjög stoltur af, þá voru Vilhjálmur og stuðningsmenn hans fljótir að segja að það væri vegna þess að ég væri tapsár. Það var ekki rétt. Jafn furðulegt og það er þá var ég ekki svekktur yfir að hafa tapað prófkjörinu. Við Vala fórum heim þegar úrslitin lágu fyrir og opnuðum kampavín. Ekki af því okkur langaði að tapa, heldur af því við vissum að fórnirnar fyrir stóru embættin geta verið miklar og fyrst þetta fór svona sáum við fram á einfaldari, innihaldsrík og skemmtileg ár fram undan, sem varð raunin.“Hvernig borgarstjóri heldurðu að þú hefðir orðið? „Ég hefði verið ágætur, vona ég. Ég held samt eftir á að hyggja að ég hafi ekki verið alveg tilbúinn. Ef ég hefði orðið borgarstjóri á þessum tíma þá hefði ég gert fullt af mistökum sem ég hefði hugsanlega þurft að sjá eftir lengi. Ég hefði kannski líka fallið í þá gryfju að sitja fastur við minn keip og líta á alla sem gagnrýndu mig sem óvini og forherðast í afstöðu minni. Á þessum tíma var ég ekki búinn að öðlast nógu mikla reynslu og sýn á borgarmálin. Varðandi borgarskipulag þá var ég kominn með margar grunnhugmyndir mínar, eins og að það ætti að byggja í Vatnsmýri sem er langstærsta hagsmunamálið fyrir Reykjavík, til dæmis margfalt stærra en það hvort við erum inni í ESB eða ekki. Ég var þá á þeirri skoðun að ekki ætti að byggja í Úlfarsfelli heldur frekar meðfram ströndinni og hef alveg haldið mig við það. Ég talaði frá byrjun fyrir öðrum samgöngum en einkabílnum, en ég vildi mislæg gatnamót sem ég sá sem stórkostlegt verkfræðiundur, og hugsaði of lítið um nærumhverfið. Það sama á við um alls konar hluti í sambandi við umhverfismál, þéttingu byggðar og úthverfi sem ég síðar meir, með reynslu og menntun, öðlaðist betri sýn á. Ég held að það hefði verið krefjandi að ætla að læra þá hluti alla sitjandi í borgarstjórastól. Ég fór í skemmtilegt embætti sem formaður umhverfis- og samgönguráðs sem eru akkúrat þau mál sem hafa átt hug minn síðan. Ég lærði mikið þar, las allar skýrslur. Ég fór í mastersnám í borgarfræðum og síðan tók ég líka eitt ár í Harvard við að rannsaka borgir. Það og að vera borgarfulltrúi í tíu ár opnaði mér nýjar víddir í þessum málum. Ég einfaldlega breytti um skoðun þar sem ég sá að ég hafði verið að fara villur vegar.“„Það er ótrúlega gott að finna frelsið sem fylgir því að geta sagt nákvæmlega það sem manni finnst um alla hluti,“ segir Gísli Marteinn.Fréttablaðið/StefánHafa pólitískar skoðanir þínar þá gjörbreyst í gegnum árin? „Það er ekki eins og það hafi orðið kúvending í lífssýn minni. Ég trúi til dæmis mjög á einstaklinginn og einstaklingsframtakið. Ég trúi ekki á mikla forræðishyggju. Það má kalla mig frjálshyggjumann út frá því. Ég er samt sem áður líka með sterkar félagslegar áherslur. Þetta samfélag sem Reykjavíkurborg er á að horfa til þeirra sem hafa það verst en ekki trufla þá sem vilja sækja fram.“ Barinn með landsfundarályktunumÞað er ekki hægt að neita því að þú varðst fyrir gagnrýni frá eigin flokksmönnum vegna skoðana þinna, til dæmis þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýri. Varstu of sjálfstæður fyrir flokkinn? „Ég hef alltaf litið þannig á að borgarbúar feli fulltrúum sínum í borgarstjórn að reka borgina á sem skynsamlegastan hátt í þau fjögur ár sem þau sitja í embætti. Borgarfulltrúarnir eiga ekki að vera neinum bundnir nema sannfæringu sinni um það hvernig best er að hafa þessa borg, allt frá göngustígum yfir í leikskóla og grunnskóla yfir í velferðarmálin og umsjón með elsta fólkinu okkar. Margir sem starfa inni í flokkunum líta ekki á það þannig heldur líta svo á að borgarfulltrúarnir séu fulltrúar flokkanna. Nokkrir einstaklingar innan hverfafélaganna og annars staðar vildu stöðugt berja mig til hlýðni með landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins og sögðu að ég yrði að fara eftir þeim en ekki eigin sannfæringu, til dæmis varðandi það að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Hvað eftir annað benti ég þeim á að það væri beinlínis tekið fram í stjórnarskránni að kjörnir fulltrúar mættu ekki fylgja neinum reglum frá kjósendum sínum, einungis fylgja eigin sannfæringu, sem í mínu tilviki lá mjög skýrt fyrir þegar ég var kosinn í prófkjörum og kosningum. Það er mjög vont fyrir stjórnmálin ef menn upplifa sig sem slíka flokkshesta að þeir greiði atkvæði eins og hverfafélög eða landsfundir skipa þeim að gera. Mín reynsla er sú að inni í hverfafélögum, bæði í Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum, séu mestu öfgaskoðanirnar. Þessi hópur er ekki í mjög góðum tengslum við hinn almenna borgara sem er yfirleitt frekar öfgalaus og skynsöm persóna. Ég get tekið sem dæmi að í hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins var mikil andstaða við moskuna en við, kjörnu fulltrúarnir, neituðum flest að láta þá andstöðu breyta skoðunum okkar. Það á að gera þá kröfu á kjörna fulltrúa að þeir fylgi eigin sannfæringu.“Að gera hið réttaHvernig líst þér á lista Sjálfstæðisflokksins í borginni? „Ég hef borið mig sérstaklega eftir því að hlusta á skoðanir þeirra sem eru á listanum og þar eru margir einstaklingar með skoðanir sem mér finnst vera góðar og til heilla fyrir borgina. Ég get nefnt Hildi Björnsdóttur sem er í öðru sæti, sem hefur frjálslyndar og framsýnar hugmyndir um Reykjavík að mínu mati. En fingraför þess hóps sem Dagur B. Eggertsson kallaði Morgunblaðsarm Sjálfstæðisflokksins eru mjög sterk á þessum lista. Það er erfitt að tala um listann sem eina heild því ég held að það séu býsna ólíkar skoðanir innan hans.“Finnst þér Dagur B. Eggertsson hafa staðið sig vel sem borgarstjóri? „Já, ég tel að síðustu þrír borgarstjórar í Reykjavík hafi verið mjög góðir, Dagur, Jón Gnarr og Hanna Birna. Betri en þeir sem á undan voru. Þau koma úr þremur ólíkum flokkum en settu öll borgina í fyrsta sæti og borgin hefur þróast í rétta átt á þessum tíma, þótt ég myndi reyndar vilja sjá stórstígari framfarir. Mér finnst Dagur hafa verið sjálfum sér líkur. Hann hefur verið duglegur og ég held að hann hafi gert vel í því að halda þessari samsteypustjórn í borginni saman. Það var meiri glundroði hjá okkur Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum árið 2007 heldur en hjá þessum fjórum flokkum sem nú eru í meirihluta í borginni. Þau hafa að sumu leyti afsannað glundroðakenninguna gömlu. Stóri árangurinn fannst mér hins vegar nást á síðasta kjörtímabili, undir stjórn Jóns Gnarr, þegar samþykkt var nýtt aðalskipulag Reykjavíkur, sem ég held að sé merkilegasta aðalskipulag sem hefur verið samþykkt í Reykjavík síðan 1927. Ég vann að þessu aðalskipulagi og er mjög stoltur af því. Þessi meirihluti hefur unnið vel samkvæmt því aðalskipulagi, eins og vera ber, enda á aðalskipulagið að vera eins konar stjórnarskrá og leiðarljós til lengri tíma.“Hvernig finnst þér meirihlutinn í borginni hafa staðið sig í málum sem þú lætur þig varða? „Flest það sem ógnvaldurinn Holu-Hjálmar er gagnrýndur fyrir er ég mjög ánægður með. Ég hef beinlínis kallað eftir „aðförinni gegn einkabílnum“ eins og andstæðingar hennar kalla nauðsynlegar breytingar á borginni. Ég vil meira rými fyrir gangandi og hjólandi og betri almenningssamgöngur. Bíllinn mun áfram eiga sitt pláss þótt hann verði ekki einráður eins og hingað til. Mér finnst hlægileg þessi hystería í sumum bílaeigendum um að þeir séu einhvers konar ofsóttur minnihlutahópur. Helmingur borgarlands fer undir bíla og borgin hefur algjörlega verið skipulögð fyrir þeirra hagsmuni. Í áratugi hefur verið aðför að öllum öðrum ferðamátum en einkabílnum. Það er kominn tími til að snúa því við. Þeir sem fara sinna ferða öðruvísi en á bílum eru í stórhættu vegna bílanna og anda að sér stórmenguðu lofti. 80 manns deyja á ári af völdum loftmengunar í Reykjavík, sem er tölfræði sem menn virðast ekki meðtaka. Ef 80 manns myndu deyja af einhverjum öðrum orsökum þá væri hér allt á hvolfi við að laga það, en enginn gerir neitt róttækt í málinu. Fólk skrifar bara skýrslur um það hvað á að gera árið 2030. Í erlendum borgum er alls staðar verið að taka risaskref við að þrengja að bílnum til að opna svæði fyrir gangandi og bæta loftgæði. Hér hafa því miður bara verið tekin hænuskref. Ég gagnrýni meirihlutann mjög fyrir linkind í málum þar sem hann er einmitt harkalega gagnrýndur fyrir að vera allt of öfgafullur. Þegar ég hitti borgarfulltrúa meirihlutans á förnum vegi segja þau: Þú sérð hvernig bílaeigendur sækja að okkur úr öllum áttum og svo ert þú að biðja okkur um að vera enn harðari gagnvart þeim. Ég segi: Já, vegna þess að það er hið rétta. Í stjórnmálum eiga menn að gera hið rétta. Það var það sem var svo gott við Besta flokkinn sem starfaði í eitt kjörtímabil og lagði sig svo niður. Hann þurfti ekkert að hugsa um endurkjör, heldur gat bara fylgt hjartanu.“Hafnaði sæti á listaÞú hefur gríðarlegan áhuga á borgarmálum. Var einhver flokkur sem bauð þér sæti á lista sínum fyrir borgarstjórnarkosningarnar? „Ég get ekki neitað því. Fleiri en einn flokkur orðaði það við mig hvort ég vildi taka sæti á lista en ég sagði strax nei. Ég stóðst meira að segja freistinguna að láta ganga á eftir mér.“Viltu segja mér nöfn á þessum flokkum? „Nei, ég virði trúnað.“Finnst þér líklegt að þú eigir eftir að fara aftur út í pólitík? „Mér finnst það langt frá því óhugsandi. Ég er alveg spenntur fyrir því en er þó ekkert að stefna að því. Borgarstjórn yrði þá fyrir valinu vegna þess að þau mál brenna á mér. Ég fann enga knýjandi þörf hjá mér að þessu sinni. Mér líður mjög vel á RÚV og þar finnst mér að ég sé í hinu fullkomna starfi. Í frítíma mínum er ég að stússast í áhugamálum mínum. Ég var ekki tilbúinn að fórna öllu þessu til að fara í borgarstjórn, eins frábært starf og það er. Því fer hins vegar fjarri að ég sé búinn að missa áhugann á borgarmálum, ég er allan daginn að hugsa um þau. Ég er samt ekki viss um að ég myndi rekast vel í flokki. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á borgarmálunum og hætti í stjórnmálum af því ég var ekki nógu góður hrossakaupamaður. Ég vildi ekki gefa afslátt og segja: Þú færð þessi mislægu gatnamót ef ég fæ þennan hjólastíg. Ég er bara á móti mislægum gatnamótum, alveg sama hvað ég fæ í staðinn! Eins og ég sagði við formann eins flokks sem vildi fá mig á lista fyrir þessar borgarstjórnarkosningar: Daginn eftir að ég segi já kem ég í fjölmiðla og segi eitthvað róttækt sem gerir allt vitlaust og þá hringir þú og segir við mig: Þú verður að tóna þetta aðeins niður. En ég er bara ekki til í að tóna neitt niður.“Ertu enn þá Sjálfstæðismaður? „Ég er ekki í flokknum. Ég skráði mig úr honum þegar ég byrjaði í sjónvarpinu. Mér fannst það sjálfsagt.“Ætlarðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum? „Ég ætla að bera fyrir mig hlutleysisreglu fjölmiðlafólks og ekki segja þér hvað ég kýs.“En það er ekki öruggt að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn? „Það er alls ekkert öruggt.“Ekki Eurovision-nörd Föstudagsþáttur Gísla hefur kvatt í bili en mun væntanlega snúa aftur á skjá landsmanna í haust. Næsta verkefni Gísla Marteins er að vera kynnir í Eurovision-keppninni í Portúgal. Eftir það tekur við frí með fjölskyldunni, eiginkonunni Völu Káradóttur og dætrum þeirra Elísabetu Unni og Vigdísi Freyju. „Fyrir tíu árum fórum við fjölskyldan í hjólreiðaferð um Búrgundarhérað í Frakklandi og ákváðum þá að endurtaka leikinn eftir áratug. Nú í sumar förum við á sömu slóðir.“ Spurður hvort hann sé mikill fjölskyldumaður segir hann svo vera: „Við búum í 100 fermetra íbúð þannig að stelpurnar þurfa mikið að vera inni í stofu með okkur. Við fjögur erum góð eining.“ Vert er að nefna hundinn Tinna sem er órjúfanlegur hluti af fjölskyldunni og vitanlega nefndur í höfuðið á hinum eina sanna Tinna sem er æskuhetja Gísla Marteins. „Ég hef alltaf verið mikill Tinna-aðdáandi og eins og fleiri krakkar sem lásu Tinna hef ég kannski séð mig að einhverju leyti í honum,“ segir Gísli Marteinn sem fyrr á þessu ári gerði vinsæla útvarpsþætti um þessa hetju sína. Um þessa helgi flýgur Gísli Marteinn til Portúgal vegna Eurovision-söngvakeppninnar. Þegar blaðamaður kallar Gísla Martein Eurovision-nörd segir hann staðreyndina vera þá að það sé hann alls ekki. „Árið 1999 varð úr að ég færi með til Jerúsalem að kynna keppnina og þá varð Selma Björnsdóttir í öðru sæti. Ég var í þessu starfi til 2005. Þegar ég kom svo aftur til baka í sjónvarpið þá var ég sjanghæjaður í þetta á nýjan leik. Ég vissi í rauninni ekkert um Eurovison þegar ég byrjaði sem kynnir í keppninni. Núna veit ég allt um keppnirnar sem ég lýsti en þegar kemur að þeim sem ég lýsti ekki, þá er ég bara eins og hver annar Íslendingur sem hefur gaman af að sitja fyrir framan sjónvarpið. Eurovision er eins og fyrsta partí sumarsins, vinir bjóða heim og það er grillað. Mér finnst það óskaplega gaman. Í ár verður jafn gaman og alltaf og Ari mun verða landi og þjóð til sóma. Það er lykilatriði að menn taki Eurovision ekki of alvarlega. Um leið og menn taka keppnina of alvarlega þá er hún dauð. Menn verða að hafa húmor fyrir keppninni og muna að þetta er skemmtun. Til þess er leikurinn gerður.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira