Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga 28. apríl 2018 10:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, hefur kallað Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, á opinn fund nefndarinnar á mánudaginn. Halldóra sagði í yfirlýsingu í gær að umfjöllun Stundarinnar um mál Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, sýndi að ráðherra hefði sagt velferðarnefnd ósatt er hann gerði grein fyrir málinu á fundi með nefndinni í febrúar eftir að kvartanir barnaverndarnefnda vegna afskipta Braga af málum komust í hámæli.Svandís Svavarsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, ráðherrar heimsækja VogÍ umfjöllun Stundarinnar kemur fram að Bragi hafi beitt sér fyrir umgengnisrétti manns sem grunaður var um kynferðisbrot gagnvart dætrum sínum og að ráðherra hafi haldið upplýsingum um þessi afskipti Braga leyndum fyrir velferðarnefnd á fundi hans með nefndinni í lok febrúar. Halldóra segir að reynist þetta rétt sé ráðherra ekki sætt í embætti. Velferðarnefnd hóf frumkvæðisathugun á kvörtunum barnaverndarnefndanna snemma í mars og í því skyni var kallað eftir öllum gögnum um málið; tölvupóstsamskiptum, minnisblöðum og öðru sem gæti varpað ljósi á málið og hvernig tekið var á því í ráðuneytinu. „Við boðuðum barnaverndarnefndirnar á fund nefndarinnar þegar þetta kom upp og taldi ástæðu í kjölfar þeirra funda til að senda þessa upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. En það tók rosalega langan tíma fyrir þetta að berast til okkar,“ segir Halldóra en gögnin voru afhent velferðarsviði síðastliðinn þriðjudag, eða þremur dögum fyrir birtingu umfjöllunarinnar í Stundinni.Bragi Guðbrandsson.vísir/valli„Það er enginn búinn að kíkja á þetta ennþá. Gögnin eru bundin þannig trúnaði að við þurfum að fara upp á nefndarsvið og skoða þetta þar,“ segir Halldóra en hún hugðist sjálf kynna sér þau í gær en komst ekki til þess vegna álags á símanum. Halldóra segir óvíst hvort nefndarmenn muni hafa kost á því að kynna sér gögnin yfir helgina, en hún hafi borið fram ósk þess efnis við þingið. Andrés Ingi Jónsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarnefnd hefur heldur ekki kynnt sér gögnin. „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig hvort ég ætla að gera það og hvort við þurfum yfir höfuð að vera inni í tilteknu máli til að geta tekið þetta samtal við ráðherrann.“ Ekki náðist í Ásmund Einar Daðason ráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira