Trúir því að sér verði fyrirgefið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2018 09:17 Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. Vísir/samsettmynd/AFP Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandi, sem sakaður er um kynferðisofbeldi og áreitni í garð á áttunda tug kvenna, telur að sér verði á endanum fyrirgefið. Þetta hefur sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan eftir Weinstein en hann heimsótti kvikmyndaframleiðandann í meðferðarstofnun í Arizona. Weinstein er 66 ára gamall. Í Lundúnum, New York og Los Angeles er lögregla að rannsaka ásakanir á hendur honum. Ásakanirnar eru allt frá áreitni að nauðgunum og spanna rúman áratug. Hann neitar því staðfastlega að hafa nauðgað konum. Þessa dagana er Weinstein í meðferð við kynlífsfíkn. Morgan og Weinstein ræddust við í rúman klukkutíma á meðferðarstofnuninni. Hann segist telja að á endanum muni Hollywood fyrirgefa sér. „Hann er að berjast,“ segir Morgan um Weinstein. „Ég get ekki sagt að ég sé í eins miklu áfalli yfir þessu og annað fólk í Hollywood. Sjáðu til, svona hefur kerfið verið frá því Hollywood varð til,“ hefur Sky News eftir Morgan. Hollywood hafi ávallt verið „siðlaust lastabæli“. „Hugmyndin um að Harvey Weinstein sé eina illmennið gengur bara ekki upp, biddu fyrir þér, sjáðu bara Mel Gibson: Harvey trúir því að sér verði fyrirgefið,“ segir Morgan en Weinstein er langt því frá sá eini í skemmtanageiranum sem hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi. Frá því að fréttir tóku að spyrjast út um kynferðisglæpi Weinstein hefur fjöldi kvenna stigið fram og greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi og þvingunum í störfum sínum í Hollywood. Konur í öðrum starfsgreinum, víða um heim, hafa síðan þá fundið styrk í frásögnum sviðslistakvenna og einnig stigið fram undir myllumerkinu #metoo.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10 Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Framleiðandi sakar Harvey Weinstein um líkamsárás Svo ósáttur var Weinstein við að útgáfa af kvikmynd um Marilyn Monroe sem hann vildi breyta fengi góðar viðtökur að hann hélt meðframleiðanda sínum föstum og hótaði honum öllu illu. 20. febrúar 2018 18:10
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30