Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 18:08 Bragi Guðbrandsson vonast eftir niðurstöðu í málið og segist skoða framboð sitt í samræmi við hana. Aðsend mynd Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það. Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist óska eftir því að umboðsmaður Alþingis taki til meðferðar öll þau mál sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda. Hann mun leitast eftir því að fá flýtimeðferð til að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. Í yfirlýsingunni segir Bragi að hann hafi lengi unnið að umbótum í meðferð á kynferðisbrotamálum sem snúa að börnum. Hann hafi átt frumkvæðið að stofnun Barnahúss á Íslandi þegar íslenskt samfélag hafi verið í mikilli afneitun um kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Þá segir hann að þetta hafi orðið til þess að samskonar stofnanir hafi verið settar á fót víða um Evrópu í um 60 borgum. Hann segir umræðuna um að hann hafi brugðist börnum hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi vera óraunverulega og að hún varpi skugga á framboð sitt til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. „Í þessu ljósi hefur sú umræða sem átt hefur sér stað undanfarna daga um að ég hafi brugðist tilteknum börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis og hyglað ofbeldismanni verið svo óraunveruleg að mig skortir orð til að lýsa hugsunum og tilfinningum mínum.” Hann segir í yfirlýsingunni að hann fari fram á fund með umboðsmanni Alþingis á morgun í von um að fá niðurstöðu í málið, en vegna trúnaðarskyldu sé honum ekki kleift að tjá sig um ærumeiðandi ávirðingar á opinberum vettvangi né veitt nauðsynlegar upplýsingar til að leiðrétta rangfærslur. Bragi segist ætla skoða framboð sitt til Barnaréttarnefndar í ljósi niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og verði niðurstaðan að hann hafi brotið á sér í starfi muni hann axla ábyrgð í samræmi við það.
Tengdar fréttir Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Enginn í velferðarnefnd skoðað gögn um Braga Enginn í velferðarnefnd hefur skoðað gögn sem velferðarráðuneytið afhenti Alþingi á þriðjudag og varða störf Braga Guðbrandssonar, fráfarandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir barnaverndarnefnda vegna hans. 28. apríl 2018 10:00
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52