Akraneskaupstaður hefur ákveðið að stofna starfshóp sem á að móta tillögur að styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið yrði sambærilegt því sem fram fer á vegum Reykjavíkurborgar.
Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi kynnti verkefnið í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarfulltrúum á Akranesi í lok mars. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af því.
Í tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar er starfsmönnum á vinnustöðum borgarinnar gefinn kostur á að vinna allt að þremur klukkustundum minna í viku, án þess að laun skerðist.
