Fjölskylda „vonda“ meistarans grét: Búa í 5 km fjarlægð en máttu ekki mæta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 09:00 Patrick Reed með sigurvegara síðasta árs Sergio Garcia. Vísir/Getty Patrick Reed vann Mastersmótið í golfi á sunnudagskvöldið en fjölskylduaðstæður þessa 27 ára gamla Bandaríkjamanns hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Fjölskylda Reed býr nefnilega aðeins í fimm kílómetra fjarlægð frá Augusta National golfvellinum en þrátt fyrir það voru þau ekki á staðnum þegar Patrick Reed tryggði sér sigur á Mastersmótinu og fékk að klæðast græna jakkanum. Þess í stað þurftu þau að fylgjast þau með þessum 27 ára kylfingi í sjónvarpinu og grétu þau saman fyrir framan sjónvarpstækið í hópi vina.From 3 miles away, Patrick Reed's family wept as they watched him win the Masters - via @ESPN App https://t.co/0PlEzaG6OY — Rachel JOY Baribeau (@RachelBaribeau) April 10, 2018 Ósætti innan fjölskyldunnar, sem snýst aðallega um eiginkonu kylfingsins, veldur því að nánast engin samskipti eru innan hennar. Það þýðir meðal annars að afi og amma mega ekki hitta barnabörnin sín. Faðirinn Bill, móðirin Jeannette og yngri systir hans Hannah eru nefnilega á svarta listanum hjá Patrick Reed og máttu þau ekki mæta til að styðja hann á Mastersmótinu. Ian O'Connor, blaðamaður ESPN, hafði upp á föður Patrick Reed og forvitnaðist um hvað fjölskylda hans var að gera á sama tíma og strákurinn vann Mastersmótið. Þegar Patrick Reed setti niður sigurpúttið fóru móðir hans, faðir og systir öll að gráta fyrir framan sjónvarpstækið um leið og þau föðmuðust. „Við föðmuðust sem fjölskylda og þetta var líka faðmlag fyrir Patrick. Á þessari stundu vorum við öll að faðma hann líka,“ sagði faðirinn Bill Reed.Watch 2018 Masters champion @PReedGolf's final round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/iKjPTYRt74 — Masters Tournament (@TheMasters) April 9, 2018 „Við hugsuðum um að reyna að komast þangað og fylgjast með þegar hann fékk jakkann en okkur tókst ekki að finna nein aðgangskort,“ sagði Bill og það er ljóst að ekki fá þau hjálp frá Patrik sjálfum. Þau hafa ekki talað við Patrick Reed og bróðir hans í sex ár. Patrick hefur einungist samskipti við fjölskyldu eiginkonu sinnar sem heitir Justine. Hann þurfti að velja á milli og valdi því að snúa bakinu við móður, föður og systur. Svo langt hefur Justine gengið í að halda þeim frá golfmótum eiginmannsins að hún lét einu sinni reka þau að svæðinu þegar Patrick Reed var að keppa á opna bandaríska mótinu árið 2014. Bill vildi ekki fara út í ástæðurnar fyrir þessu í viðtalinu við ESPN en lagði bara áherslu á vilja sinn og fjölskyldunnar til að binda enda á þetta. Hann og konan hafa ekki fengið að umgangast barnabörn sín. „Við biðjum fyrir því á hverjum degi að við fáum að hitta Patrick og börnin hans tvö. Við biðjum fyrir því á hverjum degi að fjölskyldan sameinist á ný,“ sagði Bill Reed, faðir nýja Mastersmeistarans Patrick Reed. Þegar Patrick Reed sjálfur var spurður út í stöðuna var svarið kalt. „Ég er bara hérna til að spila golf og vinna golfmót,“ sagði Patrick Reed. Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Patrick Reed vann Mastersmótið í golfi á sunnudagskvöldið en fjölskylduaðstæður þessa 27 ára gamla Bandaríkjamanns hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. Fjölskylda Reed býr nefnilega aðeins í fimm kílómetra fjarlægð frá Augusta National golfvellinum en þrátt fyrir það voru þau ekki á staðnum þegar Patrick Reed tryggði sér sigur á Mastersmótinu og fékk að klæðast græna jakkanum. Þess í stað þurftu þau að fylgjast þau með þessum 27 ára kylfingi í sjónvarpinu og grétu þau saman fyrir framan sjónvarpstækið í hópi vina.From 3 miles away, Patrick Reed's family wept as they watched him win the Masters - via @ESPN App https://t.co/0PlEzaG6OY — Rachel JOY Baribeau (@RachelBaribeau) April 10, 2018 Ósætti innan fjölskyldunnar, sem snýst aðallega um eiginkonu kylfingsins, veldur því að nánast engin samskipti eru innan hennar. Það þýðir meðal annars að afi og amma mega ekki hitta barnabörnin sín. Faðirinn Bill, móðirin Jeannette og yngri systir hans Hannah eru nefnilega á svarta listanum hjá Patrick Reed og máttu þau ekki mæta til að styðja hann á Mastersmótinu. Ian O'Connor, blaðamaður ESPN, hafði upp á föður Patrick Reed og forvitnaðist um hvað fjölskylda hans var að gera á sama tíma og strákurinn vann Mastersmótið. Þegar Patrick Reed setti niður sigurpúttið fóru móðir hans, faðir og systir öll að gráta fyrir framan sjónvarpstækið um leið og þau föðmuðust. „Við föðmuðust sem fjölskylda og þetta var líka faðmlag fyrir Patrick. Á þessari stundu vorum við öll að faðma hann líka,“ sagði faðirinn Bill Reed.Watch 2018 Masters champion @PReedGolf's final round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/iKjPTYRt74 — Masters Tournament (@TheMasters) April 9, 2018 „Við hugsuðum um að reyna að komast þangað og fylgjast með þegar hann fékk jakkann en okkur tókst ekki að finna nein aðgangskort,“ sagði Bill og það er ljóst að ekki fá þau hjálp frá Patrik sjálfum. Þau hafa ekki talað við Patrick Reed og bróðir hans í sex ár. Patrick hefur einungist samskipti við fjölskyldu eiginkonu sinnar sem heitir Justine. Hann þurfti að velja á milli og valdi því að snúa bakinu við móður, föður og systur. Svo langt hefur Justine gengið í að halda þeim frá golfmótum eiginmannsins að hún lét einu sinni reka þau að svæðinu þegar Patrick Reed var að keppa á opna bandaríska mótinu árið 2014. Bill vildi ekki fara út í ástæðurnar fyrir þessu í viðtalinu við ESPN en lagði bara áherslu á vilja sinn og fjölskyldunnar til að binda enda á þetta. Hann og konan hafa ekki fengið að umgangast barnabörn sín. „Við biðjum fyrir því á hverjum degi að við fáum að hitta Patrick og börnin hans tvö. Við biðjum fyrir því á hverjum degi að fjölskyldan sameinist á ný,“ sagði Bill Reed, faðir nýja Mastersmeistarans Patrick Reed. Þegar Patrick Reed sjálfur var spurður út í stöðuna var svarið kalt. „Ég er bara hérna til að spila golf og vinna golfmót,“ sagði Patrick Reed.
Golf Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira