Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 og er því í frábærum málum en Manchester City vann 5-0 sigur á Liverpool þegar þau mættust síðast á Ethiad-leikvanginum og á þeim úrslitum má sjá að allt er enn mögulegt.
Tveir leikmenn hjá þessum tveimur liðum munu halda upp á afmælið sitt í dag og vonast eftir að fá sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum.
Captain, leader, legend, birthday boy!
Happy birthday, @VincentKompany! #mancitypic.twitter.com/Sc3V0lwcOD
— Manchester City (@ManCity) April 10, 2018
Kompany hefur spilað með Manchester City liðinu frá árinu 2008 en hann hefur aldrei komist með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
This man turns 2️ today…
Hoping for a memorable birthday! pic.twitter.com/M5SE7f3Ptd
— Liverpool FC (@LFC) April 10, 2018
Mané hefur spilað með Liverpool frá 2016 þegar félagið keypti hann af Southampton en þetta er fjórða tímabil hans í enska boltanum. Líkt og Kompany þá hefur Mané aldrei komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.