Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 á heimavelli sínum á Anfield í síðustu viku og býr nú bæði að því að vera með þriggja marka forskot og að City-liðinu hafi ekki tekist að skora útivallarmark.
Þetta þýðir að það nægir Manchetser City ekki að vinna 4-1 eða 5-2 í kvöld því þá færi Liverpool áfram á mörkum á útivelli og það yrði að framlengja ef leikurinn endaði 3-0 fyrir City.
Bara eitt lið í sögu Evrópukeppni meistaraliða hefur afrekað það sem City þarf að gera í kvöld en það var lið Barcelona tímabilið 1985-86.
MANCHESTER CITY vs. LIVERPOOL
The only precedent in the European Cup dates from the 1985-86 season, in the semifinals. Barcelona had lost 3-0 in Sweden and managed to reach the final after repeating the 3-0 at the Camp Nou and win the penalty shoot-out. pic.twitter.com/hodUEugWMO
— MisterChip (English) (@MisterChiping) April 10, 2018
Barcelona klikkaði á víti á undan en það kom ekki að sök því Svíarnir klikkuðu á tveimur síðustu vítaspyrnum sínum og Börsungar unnu vítakeppnina 5-4.
Pichi Alonso hafði verið hetja Barcelona í venjulegum leiktíma því hann skoraði öll þrjú mörk liðsins. Það voru einu þrjú mörkin hans á ferlinum í Evrópukeppni meistaraliða.
Barcelona mætti Steua Búkarest í úrslitaleiknum sem endaði 0-0. Helmuth Duckadam, markvörður Steaua Búkarest, varði allar fjórar vítaspyrnur Barcelona í vítakeppninni og tryggði rúmenska félaginu þar með titilinn.